Jón Axel aftur til Þýskalands

Jón Axel Guðmundsson.
Jón Axel Guðmundsson. Ljósmynd/FIBA

Jón Axel Guðmundsson landsliðsmaður í körfuknattleik er búinn að skipta um félag og er farinn aftur frá Ítalíu til Þýskalands.

Jón Axel fór frá Fraport Skyliners í Frankfurt til Fortitudo Bologna á Ítalíu síðasta sumar. Nú er hann hinsvegar kominn til liðs við Crailsheim en það er hans gamli þjálfari hjá Fraport sem nú stýrir Crailsheim, sem hefur fengið Grindvíkinginn aftur í sinn hóp.

Crailsheim er í áttunda sæti af 18 liðum í þýsku A-deildinni, með tíu sigra í sextán leikjum. Jón Axel er annar Íslendingurinn til að spila með félaginu en Jóhann Árni Ólafsson lék með því á árum áður.

Crailsheim leikur jafnframt í Evrópubikar FIBA og er þar búið með þrjá leiki af sex.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert