Dramatík í Garðabæ

Robert Turner sækir að Keflvíkingum í Garðabænum í kvöld.
Robert Turner sækir að Keflvíkingum í Garðabænum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Robert Turner fór á kostum fyrir Stjörnuna þegar liðið vann dramatískan sigur gegn Keflavík í framlengdum leik í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Subway-deildinni, í Mathús Garðabæjarhöllinni í Garðabæ í 13. umferð deildarinnar í kvöld.

Leiknum lauk með 98:95-sigri Stjörnunnar en Turner skoraði 42 stig í leiknum og tók fjórtán fráköst.

Keflavík byrjaði leikinn mun betur og leiddi með ellefu stigum eftir fyrsta leikhluta, 27:16. Liðin skoruðu bæði 23 stig hvort í öðrum leikhluta og Keflavík leiddi 50:39 í hálfleik.

Garðbæingar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og þeim tókst að minnka forskot Keflavíkur í eitt stig í þriðja leikhluta í 66:67.

Stjarnan leiddi með þremur stigum þegar 22 sekúndur voru til leiksloka, 88:85,  en Dominykas Milka setti niður þriggja stiga körfu á lokasekúndum leiksins og jafnaði metin í 88:88.

Í framlengingunni voru það Garðbæingar sem voru sterkari og þeir fögnuðu þriggja stiga sigri.

Shawn Hopkins skoraði 17 stig fyrir Stjörnuna og tók tíu fráköst en Calvin Burks var stigahæstur Keflvíkinga með 24 stig og fjögur fráköst.

Stjarnan fer með sigrinum upp í sjötta sæti deildarinnar í 14 stig en Keflavík er áfram í efsta sætinu með 20 stig.

Gangur leiksins:: 2:7, 7:12, 11:20, 16:27, 23:30, 28:35, 32:44, 39:50, 48:50, 54:58, 58:62, 66:67, 72:69, 79:74, 84:83, 88:85, 91:89, 98:95.

Stjarnan: Robert Eugene Turner III 42/15 fráköst/6 stoðsendingar, Shawn Dominique Hopkins 17/10 fráköst, David Gabrovsek 15/4 fráköst, Hilmar Smári Henningsson 10, Hlynur Elías Bæringsson 8/6 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 3, Arnþór Freyr Guðmundsson 3.

Fráköst: 31 í vörn, 13 í sókn.

Keflavík: Calvin Burks Jr. 24/4 fráköst, Darius Tarvydas 17/5 fráköst/5 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson 15/12 fráköst/9 stoðsendingar, Dominykas Milka 13/15 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 11, Ágúst Orrason 7, Þröstur Leó Jóhannsson 5, Valur Orri Valsson 3.

Fráköst: 28 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Friðrik Árnason.

mbl.is