Óvænt úrslit í Kópavogi

Michaela Kelly fór illa með Njarðvíkinga í kvöld.
Michaela Kelly fór illa með Njarðvíkinga í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Michaela Kelly átti sannkallaðan stórleik fyrir Breiðablik þegar liðið vann óvæntan sigur gegn Njarðvík í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik,  Subway-deildinni, í Smáranum í Kópavogi í 19. umferð deildarinnar í kvöld.

Leiknum lauk með sex stiga sigri Breiðabliks, 76:70, en Kelly gerði sér lítið fyrir og skoraði 37 stig, ásamt því að taka sjö fráköst og gefa þrjár stoðsendingar.

Blikar voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með einu stigi að fyrsta leikhluta loknum, 18:17. Breiðablik leiddi með 10 stigum í hálfleik, 39:29, og munaði 9 stigum á liðunum eftir þriðja leikhluta, 57:48, Breiðablik í vil.

Njarðvík tókst að minnka forskot Breiðablik í tvö stig þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka, 67:69, en lengra komust Njarðvíkingar ekki og Breiðablik fagnaði sigri.

Þetta var annar sigurleikur liðsins í deildinni í röð en Telma Lind Ásgeirsdóttir var næststigahæst í liði Breiðabliks með 12 stig og Birgit Ósk Snorradóttir skoraði 11 stig.

Aliyah Collier var stigahæst í liði Njarðvíkur með 32 stig og ellefu fráköst og Helena Rafnsdóttir skoraði 16 stig.

Breiðablik er áfram í sjötta sæti deildarinnar með 8 stig en Njarðvík er sem fyrr í efsta sætinu með 20 stig.

Gangur leiksins:: 9:4, 11:9, 14:11, 18:17, 22:19, 29:25, 36:27, 39:29, 43:31, 45:40, 55:42, 57:48, 59:56, 64:57, 69:62, 76:70.

Breiðablik: Michaela Lynn Kelly 37/7 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 12/6 fráköst, Birgit Ósk Snorradóttir 11/8 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 6/9 fráköst/4 varin skot, Anna Soffía Lárusdóttir 5/5 fráköst, Anna Lóa Óskarsdóttir 5/4 fráköst.

Fráköst: 29 í vörn, 10 í sókn.

Njarðvík: Aliyah A'taeya Collier 32/11 fráköst/7 stolnir, Helena Rafnsdóttir 16/7 fráköst, Lavína Joao Gomes De Silva 12/5 fráköst, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 3, Kamilla Sól Viktorsdóttir 3, Diane Diéné Oumou 2/11 fráköst, Vilborg Jonsdottir 2.

Fráköst: 27 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Bjarki Þór Davíðsson, Helgi Jónsson.

Áhorfendur: 26

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert