Clayton Riggs semur við Breiðablik

Clayton Riggs Ladine.
Clayton Riggs Ladine. Körfuknattleiksdeild Breiðabliks/Facebook

Lið Breiðabliks í körfubolta karla samdi við Clayton Riggs Ladine frá Hrunamönnum í fyrstu deildClayton er bandarískur bakvörður en hann er með franskt vegabréf.

Clayton skilaði 24 stigum, 6 fráköstum og 8 stoðsendingum að meðaltali í leik á síðustu leiktíð.

„Clayton þykir traustur bakvörður, með gott skot og að auki þótti hann einstaklega góður liðsmaður, bæði innan og utan vallar og stóð sig vel í þjálfun yngri flokka, en hann mun jafnframt taka að sér þjálfun hjá deildinni,“ kemur fram í tilkynningu liðsins.

Þar sem Clayton er með franskt vegabréf getur Breiðablik ennþá sótt bandaríkjamann og verið er að vinna í því samkvæmt tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert