LeBron sá launahæsti frá upphafi

LeBron James er einn besti körfuknattleiksmaður sögunnar.
LeBron James er einn besti körfuknattleiksmaður sögunnar. AFP

Bandaríska körfuknattleiksstjarnan LeBron James hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við LA Lakers sem tryggir honum 97,1 milljón dollara í eigin vasa á samningstímanum.

Það þýðir að James verður að samningstímanum loknum búinn að þéna alls 532 milljónir dollara á löngum ferli sínum í NBA-deildinni.

Kevin Durant, leikmaður Brooklyn Nets, var sá leikmaður sem var búinn að þéna hæstu upphæð allra NBA-leikmanna í sögunni áður en James skrifaði undir nýja samninginn, sem þýðir að hann muni spila fyrir Lakers fram til ársins 2024.

mbl.is