Körfuboltaleik frestað vegna fótboltans

Kristinn Pálsson er sennilega að horfa á Holland - Argentína.
Kristinn Pálsson er sennilega að horfa á Holland - Argentína. Ljósmynd/FIBA

Kristinn Pálsson og liðsfélagar hans hjá hollenska körfuboltaliðinu Aris Leeuwarden áttu að mæta Den Bosch í hollensku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Leiknum var hins vegar frestað vegna leiks Hollands og Argentínu í átta liða úrslitum HM karla í fótbolta í Katar.

Í frétt á heimasíðu Leeuwarden kemur fram að það væri ósanngjarnt fyrir leikmenn að spila í toppslag, með fáum áhorfendum. Flestir væru límdir við sjónvarpsskjáinn heima að horfa á fótboltann.

Den Bosch er í toppsæti deildarinnar með 18 stig og Leeuwarden í fjórða með 17. Leikurinn verður spilaður í febrúar á næsta ári.

mbl.is