Skoraði 57 stig í tapi

Julius Randle skoraði 57 stig í nótt.
Julius Randle skoraði 57 stig í nótt. AFP/Sarah Stier

Julius Randle átti ótrúlegan leik fyrir New York Knicks þegar liðið mátti sætta sig við 134:140-tap fyrir Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Randle skoraði hvorki meira né minna en 57 stig.

Lengi vel var útlit fyrir að hann myndi bæta félagsmet New York, 62 stig sem Carmelo Anthony skoraði á sínum tíma, en eftir að hafa skorað 26 stig í þriðja leikhluta skoraði Randle einungis fimm stig í fjórða og síðasta leikhluta.

Taurean Prince var stigahæstur í liði Minnesota með 35 stig.

Steph Curry og Klay Thompson leiddu ríkjandi meistara Golden State Warriors til sigurs gegn Houston Rockets, 121:108.

Curry skoraði 30 stig og tók sjö fráköst og Thompson skoraði 29 stig og tók sjö fráköst.

Öll úrslit næturinnar:

New York – Minnesota 134:140

Houston – Golden State 108:121

Utah – Sacramento 128:120

Memphis – Dallas 112:108

Philadelphia – Chicago 105:109 (2x frl.)

Charlotte – Indiana 115:109

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert