27 ára leggur skóna mjög óvænt á hilluna

Hallveig Jónsdóttir í leik með Val gegn Keflavík í vetur.
Hallveig Jónsdóttir í leik með Val gegn Keflavík í vetur. mbl.is/Óttar Geirsson

Hallveig Jónsdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Vals og landsliðskona í körfuknattleik, hefur tekið þá ákvörðun að leggja skóna á hilluna, aðeins 27 ára að aldri.

Greindi hún frá ákvörðun sinni á Instagram-aðgangi sínum í gær.

Hallveig hefur leikið með Val nánast allan sinn feril þar sem hún vann þrjá Íslandsmeistaratitla, þann síðasta í vor, auk bikarmeistaratitils og tveggja deildarmeistaratitla.

Meistaraflokksferilinn hófst árið 2011 og fyrir utan eitt tímabil, 2014/2015 þegar hún lék með Keflavík, hefur Hallveig verið á mála hjá Val.

Hún lék 25 A-landsleiki fyrir Íslands hönd á árunum 2013 til 2021.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert