Grindvíkingurinn fékk íslenskan ríkisborgararétt

Danielle Rodriguez í leik með Grindavík.
Danielle Rodriguez í leik með Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Danielle Rodriguez, leikmaður kvennaliðs Grindavíkur í körfuknattleik, er í hópi tuttugu erlendra ríkisborgara sem Alþingi lagði á dögunum til að fengi íslenskan ríkisborgararétt.

Frumvarpið var lagt fram fyrir helgi af allsherjar- og menntamálanefnd og var samþykkt á laugardag.

Danielle, sem er þrítug, fæddist í Bandaríkjunum og hefur leikið og þjálfað hér á landi frá árinu 2016 þegar hún gekk til liðs við Stjörnuna.

Hún hefur einnig leikið og þjálfað með KR og með því að öðlast íslenskan ríkisborgararétt er Danielle gjaldgeng með íslenska landsliðinu og verður héðan af skráð sem íslenskur leikmaður í deildarkeppni hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert