Tennisstjarnan tendraði ólympíueldinn

Japanska tennisstjarnan Naomi Osaka tendraði ólympíueldinn.
Japanska tennisstjarnan Naomi Osaka tendraði ólympíueldinn. AFP

Ólympíueldurinn var rétt í þessu tendraður á Ólympíuleikvanginum í Tókýó en þar mun hann loga þar til leikunum lýkur sunnudaginn 8. ágúst.

Það var Naomi Osaka, fremsta tenniskona heims um þessar mundir, sem tendraði eldinn. 

Japönsk afrekskona frá Ólympíumótum fatlaðra flutti ólympíueldinn upp að eldstæðinu …
Japönsk afrekskona frá Ólympíumótum fatlaðra flutti ólympíueldinn upp að eldstæðinu á leikvanginum í Tókýó. AFP
Ólympíueldurinn á sínum stað og gríðarleg flugeldasýning í kjölfarið.
Ólympíueldurinn á sínum stað og gríðarleg flugeldasýning í kjölfarið. AFP
mbl.is