Stórmót í sundi

Eygló Ósk og Mie kepptu saman fyrir hönd Evrópu á …
Eygló Ósk og Mie kepptu saman fyrir hönd Evrópu á móti Bandaríkjunum í „Duel in the Pool 2015" en verða andstæðingar á Reykjavíkurleikunum. EÓG

Sundkeppni Reykjavíkurleikanna hefst í Laugardalslaug á morgun föstudaginn 22.janúar kl.17. Um er að ræða sannkallað stórmót með 240 keppendum, þar af 79 erlendum frá 8 sundfélögum og 4 löndum.

Af erlendu keppendunum hafa Danirnir Mie Østergaard Nielsen og Viktor B Bromer náð bestum árangri á heimsvísu. Mie varð heimsmeistari 2012 og tvöfaldur Evrópumeistari 2014 en Viktor varð Evrópumeistari 2014 og var í 5.sæti á Heimsmeistaramótinu 2014. Einnig eru keppendur frá Noregi, Færeyjum og Grænlandi á meðal þátttakenda.

Margt af besta sundfólki landsins tekur þátt í mótinu þar á meðal Íþróttamaður ársins 2015 og Íþróttakona Reykjavíkur 2015, Eygló Ósk Gústafsdóttir. Íslenska sundfólkið kemur frá tíu félögum víðsvegar af landinu.

Sundmót Reykjavíkurleikanna er viðurkennt af Alþjóða Sundsambandinu (FINA) og því getur árangur keppenda gilt sem lágmörk á stórmót eins og Heimsmeistaramót og Ólympíuleika. Lista yfir keppendur, dagskrá o.fl. má finna á heimasíðu Sundsambands Íslands

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert