Tignarlegur tangó

Þau eru glæsileg danspörin sem svífa um gólf Laugardalshallarinnar þessa stundina en þar fer fram keppni á Reykjavíkurleikunum í dansi. Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá þrjú danspör í flokki fullorðinna dansa tignarlegan tangó.

Hlé verður gert á danskeppninni klukkan 15:30 en úrslit hefjast klukkan 20:00 og eru hluti af lokahátíð fyrri keppnishelgar Reykjavíkurleikanna.

mbl.is