Ingimar og Sandra með forystu í crossfit

Sandra Hrönn Arnardóttir er með forystu í opnum flokki kvenna …
Sandra Hrönn Arnardóttir er með forystu í opnum flokki kvenna í crossfit að loknum þremur æfingum. Mynd/Sverrir Jónsson

Crossfitkeppni Reykjavíkurleikanna er nú í fullum gangi í Laugardalshöll. Í dag eru fimm æfingar (WOD) á dagskrá.

Í opna flokknum hófst keppni klukkan 14:30 í æfingu 4 og 5 en æfing æfingar 6, 7 og 8 hefjast klukkan 17:30. Áætlað er að keppni ljúki um klukkan 18. Hér á facebookviðburði mótsins má finna dagskrá og fleiri upplýsingar um æfingarnar sem keppt er í.

Ingimar Jónsson og Sandra Hrönn Arnardóttir voru með forystu eftir þrjár fyrstu æfingarnar sem voru á dagskrá fimmtudag og föstudag. Þau unnu bæði 3. æfinguna sem var lokaæfingin í gær.

Crossfitkeppni Reykjavíkurleikanna er jafnframt Íslandsmót í crossfit og er keppt í fjölmörgum aldursflokkum. Hægt er að fylgjast með stöðunni í keppninni á rig2020.wodcast.com

Ingimar Jónsson er með forystu í opnum flokki karla í …
Ingimar Jónsson er með forystu í opnum flokki karla í crossfit að loknum þremur æfingum. Mynd/Sverrir Jónsson
mbl.is