Hafsteinn og Tanja unnu fyrsta WOD

Tanja Davíðsdóttir sigraði fyrstu æfinguna (WOD) í opnum flokki kvenna …
Tanja Davíðsdóttir sigraði fyrstu æfinguna (WOD) í opnum flokki kvenna á Reykjavíkurleikunum í crossfit. Sverrir Jónsson

Keppni í crossfit á Reykjavíkurleikunum fer fram í Laugardalshöll í dag og á morgun en crossfit er ný grein á leikunum í ár. Keppendur þurfa að klára 8 æfingar (WOD) og fór sú fyrsta fram í húsnæði CrossFit Reykjavík í gærkvöldi. Í dag eru tvær æfingar á dagskrá kl. 13:00-20:30 og fimm á morgun laugardag kl.11:00-18:00.

Hafsteinn Gunnlaugsson og Tanja Davíðsdóttir eru efst í opna flokknum eftir fyrstu æfingu (WOD) en opni flokkurinn fer í æfingu 2 klukkan 18:50 í kvöld.

Crossfit-keppni Reykjavíkurleikanna er jafnframt Íslandsmót í crossfit og er keppt í fjölmörgum aldursflokkum. Dagskrá og nánari upplýsingar um æfingar (WOD) keppninnar má sjá hér á Facebook en úrslit eru á rig2020.wodcast.com

Hafsteinn Gunnlaugsson sigraði fyrstu æfinguna (WOD) í opnum flokki karla …
Hafsteinn Gunnlaugsson sigraði fyrstu æfinguna (WOD) í opnum flokki karla á Reykjavíkurleikunum í crossfit. Sverrir Jónsson
Það var troðfullt í CrossFit Reykjavík í gær þegar fyrsta …
Það var troðfullt í CrossFit Reykjavík í gær þegar fyrsta æfing (WOD) Reykjavíkurleikanna í crossfit fór fram. Sverrir Jónsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert