Margrét og Snorri unnu annað WOD

Snorri Sigurðarson sigraði í annari æfingu dagsins í crossfit-keppni Reykjavíkurleikanna …
Snorri Sigurðarson sigraði í annari æfingu dagsins í crossfit-keppni Reykjavíkurleikanna í opnum karlaflokki. Pétur Hannesson

Önnur æfing (WOD) af átta í crossfit-keppni Reykjavíkurleikanna fór fram í Laugardalshöll í dag. Margrét Lilja Burrell og Snorri Sigurðarson voru hlutskörpust í opnum flokki í æfingu dagsins.

Hafsteinn Gunnlaugsson leiðir keppnina í öllum æfingum samanlagt í karlaflokki en hann sigraði fyrstu æfinguna og var þriðji í annarri. 

Í kvenna flokki eru saman í efsta sæti Sigríður Sjöfn Ingvarsdóttir og Sandra Hrönn Arnardóttir en þær voru í öðru og þriðja sæti í fyrstu tveimur æfingunum. Tanja Davíðsdóttir sem sigraði fyrstu æfinguna í gær var í 8. sæti í annarri æfingu í dag og því í 4. sæti samanlagt.

Á morgun laugardag klukkan 11.00-18.00 eru fimm æfingar (WOD) á dagskrá crossfit-keppninnar og ráðast þá úrslit. 

Crossfit-keppni Reykjavíkurleikanna er jafnframt Íslandsmót í crossfit og er keppt í fjölmörgum aldursflokkum. Dagskrá og nánari upplýsingar um æfingar (WOD) keppninnar má sjá hér á Facebook en úrslit eru á rig2020.wodcast.com

Margrét Lilja Burrell sigrað í annari æfingu dagsins í crossfit-keppni …
Margrét Lilja Burrell sigrað í annari æfingu dagsins í crossfit-keppni Reykjavíkurleikanna í opnum kvennaflokki. Pétur Hannesson
mbl.is