Kristján vann en var nokkuð frá sínu besta

Kristján Viggó Sigfinnsson stekkur í Laugardalnum í dag.
Kristján Viggó Sigfinnsson stekkur í Laugardalnum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristján Viggó Sigfinnsson stökk 2,04 metra í hástökki og bar sigur úr býtum í greininni á Reykjavíkurleikunum í Laugardalshöll í dag.

Benjamín Jóhann Johnsen stökk 2,01 metra og varð annar en aðeins tveir keppendur mættu til leiks.

Kristján hefur hæst stokkið 2,15 metra og var því nokkuð frá sínu besta, en lágmarkið inn á HM ungmenna er 2,16 metrar.

Hann reyndi þrívegis við 2,08 metra í dag en án árangurs. Viðtal við Kristján kemur inn á mbl.is síðar í dag.  

Eva María Baldursdóttir vann í hástökki kvenna. Hún stökk hæst 1,78 metra. María Rún Gunnlaugsdóttir varð önnur með stökk upp á 1,73 metra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert