Gengi bréfa deCODE hækkar í upphafi viðskiptadags

Gengi bréfa deCODE, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hækkað í dag í upphafi viðskiptadags á bandaríska Nasdaq-markaðinum. Hluturinn hefur hækkað um 27,8% það sem af er degi og stendur hluturinn nú í 13,55 Bandaríkjadölum. Kl. 15:53 hafði verið höndlað með 5.892.325 hluti í fyrirtækinu á þessum viðskiptadegi. Markaðurinn var opnaður klukkan 14. Nasdaq-hlutabréfavísitalan hefur lækkað um 3,6 stig eða 0,2% og Dow Jones um 57,0 stig eða 0,5%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK