Segja miðlara ekki hafa gert neitt rangt

Lögmenn franska miðlarans Jerome Kerviel, sem bankinn Société Générale sakar um stórfelld fjársvik, sögðu í dag að skjólstæðingur þeirra hefði ekki gert neitt óheiðarlegt, hefði ekki dregið sér eitt sent og ekki hagast á neinn hátt af viðskiptum, sem hann átti í nafni bankans. 

Bankinn sagði í gær, að  Kerviel hefði stundað spákaupmennsku með verðbréf að andvirði um 50 þúsund milljóna evra, um 475 milljarða ísl. króna, þegar upp komst um málið á fimmtudag.  Hefði bankinn tapað 4,9 milljörðum evra þegar hann losaði sig út úr þeim stöðum, sem Kerviel hefði tekið.

Lögmennirnir sökuðu einnig bankann um að reyna að breiða yfir og draga athygli almennings frá því, að rekstartap bankans hafi verið mun meira en bankinn hafi viljað vera láta.

„Grunsemdirnar um Kerviel gerðu bankanum kleift aðfela umtalsvert tap sem hann varð fyrir vega undirmálsveðlána í Bandaríkjunum," sagði  Christian Charriere-Bournazel, einn lögmannanna, sem jafnframt er formaður lögmannafélags Parísarborgar.

Charriere-Bournazel sagði, að Kerviel hefði aflað bankanum fjár allt síðasta ár en frá því í byrjun ársins hefði hann tekið áhættusamar stöður líkt og allir miðlarar gerðu. 

Þá sagði hann að sú ákvörðun Société Générale að losa sig með hraði og leynd í byrjun síðustu viku  við stöðurnar sem  Kerviel tók hefði verið tekin með hliðsjón af annarlegum sjónarmiðum. Hann vildi ekki útskýra þau ummæli sín nánar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK