Yfirheyrslur vegna Milestone

Merki Milestone
Merki Milestone

Yfirheyrslur yfir grunuðum og vitnum er tengjast eignarhaldsfélaginu Milestone standa nú yfir í húsakynnum sérstaks saksóknara samkvæmt heimildum mbl.is. Sérstakur saksóknari Ólafur Þór Hauksson vildi ekkert gefa upp hvaða fyrirtæki væri til skoðunar en sagði  yfirheyrslurnar hluta af rannsókn sem byrjað var á í sumar. Hann segir gert ráð fyrir að yfirheyrslum ljúki í kvöld en þær hafa staðið yfir frá því í morgun. 

Eftir því sem heimildir mbl.is herma hafa aðaleigendur Milestone, bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir ekki verið til yfirheyrslu í dag.

Ólafur staðfesti að fleiri yfirheyrslur væru fyrirhugaðar í þessari viku en þar væri um að ræða annað mál en það sem væri til skoðunar í dag.

Ólafur Þór sagði embættið vinna eftir sérstakri rannsóknaráætlun fyrir hvert mál og nú hittist svo á að yfirheyrslur er vörðuðu fleiri en eitt mál færu fram í þessari viku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK