Stóriðjan er ekki sveifluhvetjandi

Stóriðjan er hvorki sveifluhvetjandi né ryður hún frá öðrum fjárfestingarkostum. Þetta segir Gunnar Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, í þættinum Viðskipti með Sigurði Má. Gunnar segir óumdeilt að stóriðjan sé komin til að vera, enda um sokkinn kostnað að ræða og að áhrif hennar séu góð á hagkerfið. „Ég tel að það séu fá rök sem bendi til þess að þetta sé starfsemi sem sé slæm í hagkerfinu að einhverju leyti,“ segir hann.

Samkvæmt mælingum Hagfræðistofnunar er hlutfall áliðnaðarins af landsframleiðslu um 6 til 7%. Gunnar segir það vera töluvert hátt hlutfall, en enn vel undir því sem við sjáum til dæmis í sjávarútveginum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK