Kom á óvart og veldur vonbrigðum

„Niðurstaða Hæstaréttar snýr við dómi fjölskipaðs héraðsdóms sem taldi gögn …
„Niðurstaða Hæstaréttar snýr við dómi fjölskipaðs héraðsdóms sem taldi gögn málsins sýna með óyggjandi hætti að verðsamkeppni á byggingavörumarkaðnum væri mikil og á markaðnum ríkti mikil og hörð samkeppni, en ekki verðsamráð,“ segir í tilkynningunni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ákvörðun Hæstaréttar um að sakfella tvo núverandi og tvo fyrrverandi starfsmenn Húsasmiðunnar á grundvelli ákæru saksóknara kemur fyrirtækinu á óvart og veldur vonbrigðum. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Húsasmiðjunni.

Eins og fram kom á mbl.is í gær hefur Hæstirétt­ur dæmt sex starfs­menn bygg­inga­vöru­versl­an­ana BYKO og Húsa­smiðjunn­ar fyr­ir refsi­vert verðsam­ráð í störf­um sín­um á ár­un­um 2010 til 2011.

Var fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri hjá BYKO dæmd­ur í 18 mánaða fang­elsi og koll­egi hans hjá Húsa­smiðjunni í níu mánaða fang­elsi. Tveir fyrr­ver­andi vöru­stjór­ar Húsa­smiðjunn­ar voru þá dæmd­ir ann­ars veg­ar í níu mánaða fang­elsi og hins veg­ar í þriggja mánaða fang­elsi. Tveir voru sýknaðir.

Fyrri frétt mbl.is: Í fangelsi fyrir verðsamráð

Fyrri frétt mbl.is: BYKO segir dóminn óskiljanlegan

„Niðurstaða Hæstaréttar snýr við dómi fjölskipaðs héraðsdóms sem taldi gögn málsins sýna með óyggjandi hætti að verðsamkeppni á byggingavörumarkaðnum væri mikil og á markaðnum ríkti mikil og hörð samkeppni, en ekki verðsamráð,“ segir í tilkynningunni.

Er lögð á hersla á að þau atvik sem urðu tilefni til rannsóknar Samkeppniseftirlitsins á sínum tíma áttu sér stað áður en danska byggingavörukeðjan Bygma Gruppen A/S keypti rekstur og eignir Húsasmiðjunnar af Framtakssjóði Íslands í desember 2011.   Í ársbyrjun 2012 tók til starfa nýtt félag undir nafni og merkjum Húsasmiðjunnar og nýr forstjóri var ráðinn til starfa hjá Húsasmiðjunni sumarið 2013.   

„Húsasmiðjan og Bygma samstæðan í heild hefur að leiðarljósi að stunda ávallt virka samkeppni.  Stjórnendur og starfsmenn Húsasmiðjunnar hafa á undanförnum árum hlotið reglulega fræðslu um samkeppnismál og samkeppnisrétt frá óháðum fagaðilum,“ segir í tilkynningu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK