Kom á óvart og veldur vonbrigðum

„Niðurstaða Hæstaréttar snýr við dómi fjölskipaðs héraðsdóms sem taldi gögn ...
„Niðurstaða Hæstaréttar snýr við dómi fjölskipaðs héraðsdóms sem taldi gögn málsins sýna með óyggjandi hætti að verðsamkeppni á byggingavörumarkaðnum væri mikil og á markaðnum ríkti mikil og hörð samkeppni, en ekki verðsamráð,“ segir í tilkynningunni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ákvörðun Hæstaréttar um að sakfella tvo núverandi og tvo fyrrverandi starfsmenn Húsasmiðunnar á grundvelli ákæru saksóknara kemur fyrirtækinu á óvart og veldur vonbrigðum. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Húsasmiðjunni.

Eins og fram kom á mbl.is í gær hefur Hæstirétt­ur dæmt sex starfs­menn bygg­inga­vöru­versl­an­ana BYKO og Húsa­smiðjunn­ar fyr­ir refsi­vert verðsam­ráð í störf­um sín­um á ár­un­um 2010 til 2011.

Var fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri hjá BYKO dæmd­ur í 18 mánaða fang­elsi og koll­egi hans hjá Húsa­smiðjunni í níu mánaða fang­elsi. Tveir fyrr­ver­andi vöru­stjór­ar Húsa­smiðjunn­ar voru þá dæmd­ir ann­ars veg­ar í níu mánaða fang­elsi og hins veg­ar í þriggja mánaða fang­elsi. Tveir voru sýknaðir.

Fyrri frétt mbl.is: Í fangelsi fyrir verðsamráð

Fyrri frétt mbl.is: BYKO segir dóminn óskiljanlegan

„Niðurstaða Hæstaréttar snýr við dómi fjölskipaðs héraðsdóms sem taldi gögn málsins sýna með óyggjandi hætti að verðsamkeppni á byggingavörumarkaðnum væri mikil og á markaðnum ríkti mikil og hörð samkeppni, en ekki verðsamráð,“ segir í tilkynningunni.

Er lögð á hersla á að þau atvik sem urðu tilefni til rannsóknar Samkeppniseftirlitsins á sínum tíma áttu sér stað áður en danska byggingavörukeðjan Bygma Gruppen A/S keypti rekstur og eignir Húsasmiðjunnar af Framtakssjóði Íslands í desember 2011.   Í ársbyrjun 2012 tók til starfa nýtt félag undir nafni og merkjum Húsasmiðjunnar og nýr forstjóri var ráðinn til starfa hjá Húsasmiðjunni sumarið 2013.   

„Húsasmiðjan og Bygma samstæðan í heild hefur að leiðarljósi að stunda ávallt virka samkeppni.  Stjórnendur og starfsmenn Húsasmiðjunnar hafa á undanförnum árum hlotið reglulega fræðslu um samkeppnismál og samkeppnisrétt frá óháðum fagaðilum,“ segir í tilkynningu.  

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir