Djúpið komst hjá 115 milljóna gjaldþroti

Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri.
Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri. mbl.is/Ómar Óskarsson

Allar kröfur í þrotabú félagsins sem var stofnað fyrir framleiðslu á kvikmyndinni Djúpið hafa verið afturkallaðar en þær námu tæpum 115 milljónum íslenskra króna. Félagið hefur þannig komist hjá gjaldþroti. 

Fé­lagið Andakt var stofnað árið 2010 til þess að halda utan um rekst­ur og fram­leiðslu á Djúp­inu. Af þeim 115 milljónum sem krafist var má rekja 10 milljónir til leigu á krön­um sem notaðir voru við tök­ur í Helgu­vík á Reykja­nesi en í maí 2015 var Andakt dæmt til að greiða krana­fyr­ir­tæk­inu ÁB Lyft­ing rúm­ar fjór­ar millj­ón­ir krón­ur vegna leigunnar. 

Hin kraf­an, um 105 millj­ón­ir króna, er frá móður­fé­lag­inu Sögn sem er 88% í eigu Baltas­ars Kor­máks Baltas­ars­son­ar, sem fram­leiddi og leik­stýrði mynd­inni. 

Djúpið var fjórða vin­sæl­asta kvik­mynd­in í kvik­mynda­hús­um á Íslandi árið 2012. Kvik­mynd­in fjall­ar um það þegar Guðlaug­ur Friðþórs­son synti sex kíló­metra í land eft­ir að bát­ur­inn Hell­is­ey fórst seint í mars 1984. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK