Til skoðunar að áfrýja

Sveinn Andri Sveinsson.
Sveinn Andri Sveinsson. mbl.is/Árni Sæberg

Forráðamenn Suns­hine Press Producti­ons (SSP) og Datacell, rekstr­ar­fé­lagi Wiki­leaks, eru með það til skoðunar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi þeim 1,2 milljarða króna í bætur frá Valitor. Um er að ræða töluvert lægri bætur en tjónið var metið vera.

Málið á ræt­ur að rekja til lok­un­ar Valitor árið 2011 á greiðslugátt til Datacell sem safnaði greiðslum fyr­ir Suns­hine Press Producti­ons, fyr­ir­tækið að baki Wiki­leaks. 

Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður fyrirtækjanna, segir við mbl.is að engin ákvörðun hafi enn verið tekin um áfrýjun, en ákvörðun um slíkt þarf að vera tekin innan fjögurra vikna frá dómsuppkvaðningu sem var á miðvikudag. Það sé til skoðunar.

Aðspurður um viðbrögð umbjóðenda sinna við dómnum segir Sveinn að málið sé með nokkru móti sérstakt.

„Þeir eru sáttir við áfellisdóminn í málinu, en eru eðlilega ekki sáttir við að matsgerðinni sé ýtt til hliðar. Þess utan voru þrír yfirmatsmenn sem voru búnir að staðfesta það undirmat. Svo þetta er sérstakt,“ segir Sveinn Andri, og vísar til þess að dómkvaddir matsmenn höfðu metið tjón fyrirtækjanna tveggja vera 3,2 milljarðar.

Eftir að dómur var kveðinn upp á miðvikudag sendi Arion banki frá sér aðkomuviðvörun þar sem dómurinn er talinn hafa neikvæð áhrif á samstæðu bankans á fyrsta ársfjórðungi sem nemi 600 milljónum króna.

Höfuðstöðvar Valitor við Dalshraun í Hafnarfirði.
Höfuðstöðvar Valitor við Dalshraun í Hafnarfirði. Ljósmynd/Valitor
mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir