Segja umræðu um hrun í aðsókn ranga

Ísgöngin í Langjökli hafa verið afar vinsæl síðustu ár.
Ísgöngin í Langjökli hafa verið afar vinsæl síðustu ár. Ljósmynd/Aðsend

Enn er vilji hjá ferðaþjónustufyrirtækjunum Into the Glacier og Arctic Adventures til að sameina félögin tvö. Þetta segir Jón Þór Gunnarsson, forstjóri Arctic Adventures.

Hann tekur aftur á móti fram að nokkur óvissa sé um bókunarstöðu Into the Glacier fram í tímann, meðal annars vegna fækkunar ferðamanna, sem nam tæpum 24% í maí samkvæmt tölum Ferðamálastofu.

Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri Into the Glacier, var nokkuð brattur í samtali við ViðskiptaMoggann og segir fyrirtækið enn sem komið er hafa unnið varnarsigur á árinu og að umræða um hrun í aðsókn hjá fyrirtækinu sé röng.

Samtals nemur samdrátturinn í aðsókn um 10% á milli ára og hefur fyrirtækið tekið á móti 17 þúsund gestum til þessa. Áætlað er að þeir verði 50-55 þúsund í ár.

Lesa má fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK