Útiloka ekki sameiningu bankanna

Ef sameining Íslandsbanka og Arion banka skapar aukið hagræði og betri rekstur er slíkt eftirsóknarvert. Þetta segir Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður Arion banka.

Eins og Morgunblaðið greindi frá í gær hefur sameining framangreindra banka hlotið góðan hljómgrunn meðal sérfræðinga. Að mati sömu sérfræðinga er þannig hægt að búa til stærri og söluvænni banka með blandað eignarhald. Með þessu eru jafnframt líkur á því að verðmæti eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka aukist.

Brynjólfur segir að fram undan sé hagræðing í rekstri banka hér á landi. Þar sé ekki hægt að útiloka sameiningu banka. „Ég tel eðlilegt að hagræðing eigi sér stað í bankakerfinu á Íslandi. Það er alveg ljóst að auka þarf hagkvæmni í rekstri banka. Við myndum skoða sameiningu ef þannig myndi nást fram aukin hagræðing og betri rekstur. Slíkt er auðvitað eftirsóknarvert,“ segir Brynjólfur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Ef af yrði má ráðgera að íslenska ríkið færi með um 40% hlut í stórum banka sem skráður yrði á markað í Svíþjóð og á Íslandi. Slíkur banki yrði án efa stærstur sinnar tegundar hér á landi. Að sögn Friðriks Sophussonar, stjórnarformanns Íslandsbanka, er stærðarhagkvæmni ein grunnstoða bankarekstrar. Sameining geti því verið ein lausn sem hægt sé að horfa til. Slík ákvörðun þurfi þó að fara í gegnum talsvert ferli áður en til sameiningar komi. „Í bankastarfsemi er mikil stærðarhagkvæmni. Ef eingöngu er litið til hennar er ljóst að sameining getur borgað sig. Slík ákvörðun er hins vegar í höndum annarra aðila. Bankasýsla ríkisins þyrfti að koma með tillögu, sem Samkeppniseftirlitið þyrfti að samþykkja. Síðan þarf ráðherra að fengnum tillögum Bankasýslunnar að fara með málið til Alþingis, sem fjallar um málið eins og um sölu sé að ræða.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK