Auka þarf framlegð hjá Icelandair Group

Jón Karl Ólafsson.
Jón Karl Ólafsson. mbl.is/Eyþór Árnason

Svo getur farið að Icelandair Group verði ekki til í þeirri mynd sem við þekkjum fyrirtækið nú ef ekki tekst að auka framlegð á vettvangi fyrirtækisins.

Þetta segir Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins og núverandi stjórnarformaður TravelCo, í samtali sem birt hefur verið í Viðskiptapúlsinum, hlaðvarpi ViðskiptaMoggans.

Hann segir að laun flugstéttanna séu í raun ekki of há en að Icelandair sé í þeirri stöðu, sökum þeirra kjarasamninga sem félagið er bundið af, að flugmenn og flugfreyjur skili of fáum vinnustundum miðað við keppinauta fyrirtækisins erlendis.

Segist hann trúa því að forsvarsmenn fyrirtækisins rói nú öllum árum að því að ná fram breytingum á samningunum enda sé það ekki aðeins fyrirtækinu heldur viðsemjendum þess einnig fyrir bestu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK