300 þúsund Haustjógúrtir frá Örnu

Haustjógúrtin er vinsæl.
Haustjógúrtin er vinsæl. Ljósmynd/Pétur Hreinsson

Fyrirtækið Arna í Bolungarvík framleiðir 50% meira af Haustjógúrt fyrirtækisins í ár en í fyrra. Framleiðslan í ár nemur 300 þúsund einingum, en framleiddar voru 200 þúsund jógúrtir í fyrra.

Haustjógúrt er eins og nafnið gefur til kynna árstíðabundin vara og er fáanleg frá ágúst til nóvemberloka og unnin úr íslenskum aðalbláberjum.

Að sögn Hálfdáns Óskarssonar, framkvæmdastjóra Örnu, er þetta vinsælasta vara fyrirtækisins. Sjö tonn af íslenskum aðalbláberjum fara í framleiðsluna í ár. Um 20 manns sáu um að tína berin fyrir Örnu í sumar. „Þetta er bara fólk í bænum og hérna í kring. Við auglýstum eftir fólki sem var tilbúið að taka þátt í þessu með okkur. Það hefur skilað góðum árangri,“ segir Hálfdán í samtali í Viðskiptamogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK