Formaður SSF áhyggjufullur

„Ég er búinn að kanna þetta í allan dag og …
„Ég er búinn að kanna þetta í allan dag og verið í sambandi við stjórnendur bankans og þeir segja þetta úr lausu lofti gripið,“ segir Friðbert. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við höfum ekki fengið neina tilkynningu frá bankanum og samkvæmt lögum um hópuppsagnir verður að láta vita ef 30 eða fleirum er sagt upp,“ segir Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, í samtali við mbl.is.

Greint var frá því hjá Mannlífi að til stæði að segja upp 80 starfsmönnum Arion banka í dag eða á næstu dögum, en í samtali við Vísi hafnaði upplýsingafulltrúi bankans fregnunum.

„Ég er búinn að kanna þetta í allan dag og verið í sambandi við stjórnendur bankans og þeir segja þetta úr lausu lofti gripið,“ segir Friðbert. „Þeir segja reyndar, eins og allir vissu, að það séu ýmsar breytingar hjá þeim en þetta sé ekki frá þeim komið. Á meðan svo er verð ég að trúa því.“

Óróleiki og óvissa fari illa í stafsfólk

Spurður hvort hann finni fyrir óróleika í greininni segir Friðbert óróleika hafa vofað nánast stanslaust yfir undanfarin ár. „Starfsfólki í viðskipta- og fjárfestingabankahlutanum hefur sennilega verið fækkað um 40% frá fyrstu uppsögnunum 2008 og 2009.

Aðspurður hvort hann finni fyrir óróleika greininni segir Friðbert óróleika …
Aðspurður hvort hann finni fyrir óróleika greininni segir Friðbert óróleika hafa vofað nánast stanslaust yfir undanfarin ár. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Þetta er búið að liggja stöðugt yfir allan tímann og það verður að segja eins og er að þetta fer mjög illa orðið í starfsmenn. Þetta eru ekki góðar starfsaðstæður fyrir neinn, hvorki starfsfólkið né bankana sjálfa.“

Þá jánkar Friðbert því að hafa jafnvel fundið fyrir auknum óróleika undanfarna mánuði og að tilefni sé til að hafa áhyggjur af stöðunni.

„Já, ég er búinn að hafa áhyggjur núna undanfarna mánuði. Ef maður hlustar á stjórnendur þessara þriggja banka þá er það nú fyrst og fremst hagræðingartal sem maður heyrir frá þeim, og hagræðing virðist alltaf vera fólgin í því að segja upp fólki. Við náttúrlega fylgjumst með og verðum að vona það besta. Það er ekkert hægt annað.“

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK