Aldrei fleiri fluttir til landsins

Icelandair hefur aldrei flutt fleiri farþega til Íslands og það sem af er ári samanborið við fyrri ár, samkvæmt flutningstölum Icelandair Group sem voru birtar í Kauphöllinni í dag. Heildarfarþegum félagsins það sem af er ári hefur fjölgað um 9% á milli ára.

Fram kemur í tilkynningu frá Icelandair að í september fjölgaði farþegum félagsins til Íslands um 18% samanborið við sama tímabil í fyrra og voru þeir yfir 170 þúsund samtals.

Einnig fjölgaði farþegum frá Íslandi um 18% og námu þeir alls rúmlega 54 þúsund. Skiptifarþegum félagsins í september fækkaði um 17%.

Það sem af er ári hefur Icelandair flutt tæplega 1,5 milljónir farþega til Íslands sem er um 27% aukning.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK