Eimskip höfðar einkamál gegn Samkeppniseftirlitinu

Stjórn Eimskips hefur ákveðið ð höfða almennt einkamál gegn Samkeppniseftirlitinu …
Stjórn Eimskips hefur ákveðið ð höfða almennt einkamál gegn Samkeppniseftirlitinu þar sem þess verður krafist að rannsókn stofnunarinnar, sem staðið hefur yfir í um tíu ár, verði dæmd ólögmæt og henni hætt. Ljósmynd/Eimskip

Stjórn Eimskips ákvað í dag að höfða almennt einkamál gegn Samkeppniseftirlitinu þar sem þess verður krafist að rannsókn stofnunarinnar, sem staðið hefur yfir í um tíu ár, verði dæmd ólögmæt og henni hætt. 

Eimskip hefur áður lagt fram kröfu af sama meiði á grunni ákvæða laga um meðferð sakamála, en dómstólar féllust ekki á að unnt væri að reka málið gegn Samkeppniseftirlitinu á þeim lagagrundvelli. Í þeirri kröfu reisti Eimskip kröfur sínar m.a. á því að rann­sókn­in byggði á ólög­mætri hald­lagn­ingu gagna og að brotið hafi verið gegn hlut­lægn­is­skyldu Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins og rétt­ind­um Eim­skips við rann­sókn­ina. 

„Þar sem dómstólar tóku hins vegar ekki efnislega afstöðu til þeirra röksemda félagsins sem málsóknin var reist á, var tekin ákvörðun um að höfða almennt einkamál til að fá úr þeim skori,“ segir í tilkynningu frá Eimskip. 

Stefnan mun verða birt Samkeppniseftirlitinu á næstu dögum.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK