„Hlýða Víði“ fram í september

AFP

Ferðaskrifstofan Heimsferðir hyggst byrja aftur að fljúga til áfangastaða sinna í september nk., eftir að hafa aflýst öllum ferðum síðustu vikur og mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Tómas J. Gestsson framkvæmdastjóri félagsins segir í samtali við Morgunblaðið að Heimsferðir vilji hafa vaðið fyrir neðan sig og fara varlega í sakirnar.

Því hafi verið ákveðið að fara ekki af stað strax nú í júlí. „Við ákváðum að „hlýða Víði“. Við mátum stöðuna þannig að þó að Evrópulönd séu að opna landamæri sín 1. júlí nk. þá ráðleggja sóttvarnalæknar í löndunum fólki að fara varlega í sakirnar. Því ætlum við ekki að byrja að fljúga fyrr en í september,“ segir Tómas.

Heimsferðir hafa annan háttinn á en ferðaskrifstofur eins og Úrval-Útsýn, en hún mun hefja ferðir til Alicante og Tenerife í næsta mánuði, eins og sagt hefur verið frá í Morgunblaðinu. Tómas segir að mörg hótel á áfangastöðunum séu enn lokuð, og einnig sé stór spurning með hversu mörg veitingahús verði opin. Það sama megi segja um aðra afþreyingu á stöðunum.

Heimsferðir munu í haust bjóða upp á sólarlandaferðir til Krítar, Alicante, Costa del Sol, Gran Canaria og Tenerife. Þá býður félagið upp á borgarferðir til m.a. Prag, Bratislava, Ljúbliana, Porto, Lissabon, Rómar og Zagreb. „Einnig erum við með borgarferð frá Akureyri til Edinborgar.“

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK