Verulegt högg á vinnumarkaðinn

Ferðamenn á Íslandi meðan allt lék í lyndi.
Ferðamenn á Íslandi meðan allt lék í lyndi. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þessar tölur þýða að það er komið verulegt högg á vinnumarkaðinn,“ segir Ari Skúlason hagfræðingur í greiningardeild Landsbankans, en í Hagsjá bankans í gær kemur fram að árstíðaleiðrétt hlutfall starfandi hafi mælst 72,8% á öðrum ársfjórðungi 2020, sem er hið lægsta síðan mælingar hófust. 

Teitur Þorkelsson, sem starfað hefur sem leiðsögumaður í fullu starfi síðan 2013, segir að margir kollega sinna séu hvað atvinnu varðar í mjög slæmum málum eins og hann orðar það, og leiti nú úrræða til að brúa bilið þar til landið opnast á nýjan leik fyrir ferðamönnum. „Það eru margir ráðalausir og vita ekki hvað er best að gera. Bankarnir og ríkisstjórnin veittu fyrstu hjálp í vor, en nú er mikil óvissa um hvað taki við á næstu vikum og mánuðum,“ segir Teitur í samtali við ViðskiptaMoggann.

Hann segir að í byrjun ársins hafi litið út fyrir að sumarið 2020 yrði besta sumar hans frá upphafi. Það hafi brugðist. Hann segir að þegar yfirvöld tilkynntu um miðjan ágúst að farþegar færu í tvær sýnatökur vegna Covid-19 með fimm daga sóttkví á milli eða í 14 daga sóttkví hafi það verið svipað áfall og menn fengu við árásirnar á tvíburaturana 11. september 2001 og bankahrunið 2008.

Hægt er að lesa meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK