25 þúsund störf í hættu

AFP

Tvær stærstu fatakeðjur Bretlands, Debenhams og Arcadia, sem meðal annars á Topshop, ramba nú á barmi gjaldþrots, og eru 25 þúsund störf í hættu. Staða þeirra er rakin til lokunar verslana vegna Covid-19 og harðrar samkeppni í netverslun.

Fastlega er gert ráð fyrir að Debenhams muni ekki opna að nýju og en þar starfa 12 þúsund manns. Debenhams hefur átt í verulegum rekstrarerfiðleikum lengi og var tilkynnt um þetta í kjölfar þess að Arcadia fór í greiðslustöðvun í gær. Þar starfa 13 þúsund manns.

Stutt er í að fyrirtækjum verðu heimilt að opna að nýju í Englandi en Debenhams, sem á sér langa sögu, mun reka verslanir sínar áfram á meðan birgðir endast. Alls eru reknar 124 Debenhams verslanir í Bretlandi. Viðræður höfðu staðið yfir við kaup JD Sports á Debenhams  en þær runnu út í sandinn.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK