BTS-rafmynt vekur spurningar

BTS býr að einstaklega virkum aðdáendahópi. Óprúttnir aðilar virðast hafa …
BTS býr að einstaklega virkum aðdáendahópi. Óprúttnir aðilar virðast hafa séð sér leik á borði með útgáfu rafmyntar sem er auglýst sem leið til að tryggja hljómsveitarmeðlimunum fjárhagslegt öryggi fyrir lífstíð. AFP

Fjármálaeftirlitið í Singapúr hefur endurkallað starfsleyfi rafmyntamarkaðarins Bitget vegna sölu á nýrri tegund rafmynta sem virðist hafa verið sett á laggirnar til að hafa fé af aðdáendum suðurkóreska strákabandsins BTS.

Bitget var stofnað árið 2018, en til marks um öran vöxt fyrirtækisins er að Bitget gerði stuðningssamning við ítalska knattspyrnuliðið Juventus síðastliðið sumar og skarta búningar liðsins merki singapúrska rafmyntasalans.

Babb kom í bátinn í október þegar umboðsskrifstofa BTS hótaði Bitget málsókn vegna útgáfu og sölu rafmyntarinnar army coin. BTS nýtur mikilla vinsælda á heimsvísu og eru aðdáendur hljómsveitarinnar þekktir fyrir að sýna meðlimum bandsins mikla tryggð og rausnarskap. Hafa aðdáendurnir t.d. tekið upp á því að taka höndum saman um að kaupa rándýr auglýsingapláss á skiltum við Times Square til að hampa hljómsveitinni, og birta heilsíðuauglýsingar í blöðum til að senda meðlimum bandsins afmæliskveðju. Eru aðdáendurnir svo virkir að í daglegu tali eru þeir kallaðir „BTS Army“, þ.e. BTS-herinn, og er þar komin skýringin á heiti rafmyntarinnar sem deilt er um.

Að sögn Financial Times liggur ekki fyrir hver stendur að baki útgáfu army coin en rafmyntin hefur verið auglýst sem leið til að veita meðlimum BTS fjárhagsstuðning ævina á enda. 

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag, 6. desember. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK