Minni þrýstingur á húsnæðismarkaði

Nýjustu tölur Hagstofunnar sýna að talsverður þrýstingur er á verðlag í íslensku efnahagslífi um þessar mundir. Þótt helsti drifkrafturinn að baki henni hér sé fasteignamarkaðurinn sker Ísland sig ekki úr, eins og löngum áður í þessum efnum. Verðbólgudraugurinn er á sveimi víða um heim, ekki síst í stærsta hagkerfi veraldar, Bandaríkjunum, þar sem nóvembermælingin sýnir að árstakturinn er 6,8%. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, bendir á að þótt sem fyrr sé húsnæðismarkaðurinn að kynda undir verðbólgunni þá hafi hann gefið nokkuð eftir frá því sem verið hefur. Hækkun kostnaðar við eigið húsnæði sé 0,6% í desember.

Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka.
Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka.

„Það er auðvitað ekki lítil hækkun en hún hefur þó ekki verið minni frá því í febrúar. Það gefur mögulega til kynna að aðgerðir Seðlabankans séu að hafa einhver áhrif en það á þó eftir að koma betur í ljós á næstu mánuðum,“ segir Jón Bjarki. Þá bendir hagfræðideild Landsbankans á að markaðsverð húsnæðis hafi hækkað um 15,9% síðustu tólf mánuði. Hins vegar hafi vaxtalækkanir síðustu missera orðið til 2,5 prósentustiga lækkunar á móti.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK