Kaldalón kaupir fasteign í Grafarvogi á 1,8 milljarð

Jón Þór Gunnarsson, forstjóri Kaldalóns.
Jón Þór Gunnarsson, forstjóri Kaldalóns. Ljósmynd/Baldur Kristjánsson

Fasteignafélagið Kaldalón hefur náð samkomulagi við félagið Búbót ehf., um kaup á tæplega 5.500 fermetra fasteign við Fossaleyni 19-23 auk 7.100 fermetra ónýtts byggingarréttar á sömu lóð.

Búbót er fasteignafélag í eigu Esjubergs, en Esjuberg er eignarhaldsfélag utan um heildverslunina Ó. Johnson & Kaaber, sem nýlega var sameinuð ÍSAM, Sælkeradreifingu, Kaffitári og fleiri félögum. Eigendur þess eru systkinin Helga Guðrún Johnson, Ólafur Ó. Johnson, Gunnlaugur Ó. Johnson og Friðþjófur Ó. Johnson.

Viðskiptin eru metin á samtals tæplega 1,8 milljarða, en það er dótturfélag Kaldalóns, Hvannir ehf., sem er kaupandinn. Greitt er fyrir kaupin með 1,28 milljarði í reiðufé og 500 milljónum í hlutafé í Kaldalóni, en miðað er við gengið 1,85 krónur á hlut. Verða því gefnir út 270.270.270 hlutir í félaginu vegna kaupanna.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar er tekið fram að samhliða þessu hafi verið skrifað undir langtíma leigusamning á allri fasteigninni, en áætlað er að rekstrarhagnaður Kaldalóns muni aukast um 110 milljónir vegna viðskiptanna.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK