Kaupa 7,7% hlut í Sýn

Fasti ehf. hefur keypt 7,7% hlut í fyrirtækinu.
Fasti ehf. hefur keypt 7,7% hlut í fyrirtækinu. mbl.is/Hari

Fasti ehf. keypti í morgun 7,7% hlut í fjölmiðla- og fjarskiptafélaginu Sýn. Félagið er í eigu hjónanna Hilmars Þórs Kristinssonar og Rannveigar Eirar Einarsdóttur. Þetta kemur fram í flöggunartilkynningu.

Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. 

Hjónin eiga meirihluta í verktakafyrirtækinu Reir Verk. Fasti keypti 19,15 milljónir hluta af Frostaskjóli ehf., félag í jafnri eigu Reirs og Flóka Invest, eða um 7,1% hlut í félaginu. Flóki Invest er í meirihlutaeigu Róberts Wessman.  

Mikið hefur verið um viðskipti í Sýn upp á síðkasti eftir að Heiðar Guðjónsson, fráfarandi forstjóri félagsins, seldi allan sinn hlut til Gavia Invest. Hlutabréfaverð félagsins hefur hækkað um 3,8% í viðskiptum dagsins. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK