Nýtt hugverkaráð Samtaka iðnaðarins

Frá vinstri: Guðmundur Árnason hjá Controlant, Nanna Elísa Jakobsdóttir hjá …
Frá vinstri: Guðmundur Árnason hjá Controlant, Nanna Elísa Jakobsdóttir hjá SI, Halldór Snær Kristjánsson hjá Myrkur Games, Gunnar Zoëga hjá OK, Tryggvi Hjaltason hjá CCP, Bergþóra Halldórsdóttir hjá Borealis Data Centers, Sigurður Hannesson hjá SI, Róbert Helgason hjá KOT/Autoledger og Klara Sveinsdóttir hjá Kerecis. Ljósmynd/Aðsend

Nýtt hugverkaráð Samtaka iðnaðarins hefur verið skipað. Hugverkaráðið hefur undanfarin ár verið vettvangur umræðu um stöðu hugverkaiðnaðar á Íslandi, greininga og margvíslegrar stefnumótunar.

Í nýju hugverkaráði SI sem er skipað til ársins 2025 sitja: Tryggvi Hjaltason, Senior Strategist hjá CCP sem er formaður, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Gunnar Zoëga, forstjóri OK, Íris E. Gísladóttir, rekstrarstjóri Evolytes, Vigdís Tinna Sigurvaldadóttir, lögfræðingur hjá Marel, Halldór Snær Kristjánsson, framkvæmdastjóri Myrkur Games, Guðmundur Árnason, fjármálastjóri Controlant, Klara Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri gæða- og skráningarmála hjá Kerecis, Bergþóra Halldórsdóttir, starfsmannastjóri hjá Borealis Data Centers og Róbert Helgason, framkvæmdastjóri KOT hugbúnaðarlausna og Autoledger.

„Hugverkaiðnaður hefur fest sig í sessi sem fjórða stoð útflutnings Íslands. Innan hugverkaiðnaðar eru meðal annars fyrirtæki í tölvuleikjaiðnaði, líf- og heilbrigðistækni, menntatækni, upplýsingatækni og hátækniframleiðslu,” segir í tilkynningu.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka