Telja ótækt að lögin nái fram að ganga

Hagmunasamtök telja ýmsa vankanta vera á fyrirhuguðum lögum.
Hagmunasamtök telja ýmsa vankanta vera á fyrirhuguðum lögum. mbl.is/Árni Sæberg

Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök verslunar og þjónustu, Samorka ásamt Viðskiptaráði Íslands segja að grundvallarbreytinga sé þörf og telja ótækt að boðuð lög um rýni á fjárfestingum erlendra aðila vegna öryggis og allsherjarreglu nái fram að ganga í núverandi mynd.

Í sameiginlegri umsögn samtakanna við frumvarpið segir að gildissvið laganna sé óskýrt og til þess fallið að fæla erlenda fjárfestingu frá, auk þess eru ráðherra veittar afar víðtækar heimildir til að krefja erlenda aðila um upplýsingar.

Ekki gert samninga

„Verði frumvarpið að lögum munu erlendir aðilar ekki geta gert samninga við ýmsa innlenda aðila nema með fyrirvara um samþykki ráðherra sem kann að taka allt að 100 virka daga að veita. Í heimi viðskipta eru 100 virkir dagar langur tími og kann margt að breytast á þeim tíma,“ segir í umsögninni.

Lestu meira um máilð í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK