„Arðsemin er miklu, miklu meiri hér en allsstaðar annars staðar“

Fulltrúar Viðreisnar, Pírata og Bjartrar Framtíðar vilja meiri fisk á …
Fulltrúar Viðreisnar, Pírata og Bjartrar Framtíðar vilja meiri fisk á markað og að brugðist verði við tilmælum Samkeppniseftirlitsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á fundi Félags atvinnurekenda (FA) og Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ) kom fram að frambjóðendur allra flokka sem líklegir eru til að ná sæti á Alþingi, nema núverandi stjórnarflokka, telja að hrinda eigi tilmælum Samkeppniseftirlitsins í framkvæmd án tafar.

Sjá á vefsvæði Félags Atvinnurekenda

Samkeppniseftirlitið beindi þeim tilmælum til ráðherra árið 2012 að aflétt yrði samkeppnishömlum í sjávarútvegi og afnumin yrði tvöföld verðmyndun í greininni.

Ekki stendur til að aðhafast neitt

FA og SFÚ sendu bréf til Sigurðar Inga Jóhannssonar, þáverandi sjávarútvegsráðherra, í desember síðastliðnum og inntu hann eftir afstöðu sinni til tilmæla Samkeppniseftirlitsins. Í því svari sem barst frá ráðuneytinu í janúar á þessu ári var því svarað í löngu máli að ekkert yrði aðhafst. Ólafur Arnarson, starfsmaður stjórnar SFÚ, gagnrýndi ráðherra harðlega í inngangi sínum í upphafi fundar.

Frétt 200 mílna: Engar efndir

„Byggðakvótinn dulin spilling stjórnvalda.“

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagðist ekki þeirrar skoðunar að allur fiskur ætti að fara á markað, en mikilvægt væri að meiri fiskur færi á markað en raunin væri nú. Hagræði væri í því fólgið að menn gætu haft veiðar og vinnslu í sömu fyrirtækjum. Það væri hins vegar alvarlegt mál þegar menn í stjórnkerfinu tækju ekki mark á tilmælum stofnana sem falið væri tiltekið vald. „Öll fyrirtæki eiga að falla undir samkeppnislög, og sjávarútvegsfyrirtæki eru þar ekki undanskilin,“ sagði Benedikt.

Benedikt Jóhannesson sagði byggðakvótann dulda spillingu og skaut á forsætisráðherra.
Benedikt Jóhannesson sagði byggðakvótann dulda spillingu og skaut á forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Benedikt sagði byggðakvóta ekkert annað en dulda spillingu: „Byggðakvóti er svona eitt dæmi um dulda spillingu stjórnvalda, þar sem stjórnmálamenn eru að dreifa út gæðum til ákveðinna byggða án þess að nokkurs staðar komi fram að þarna er verið að útdeila miklum verðmætum. Ég held að það sé miklu eðlilegra að þessar aflaheimildir fari á markað og hið opinbera útdeili þá bara peningunum sem fást af sölunni til byggðanna. Þá er það sýnilegt hvaða styrk byggðirnar eru að fá. Þær geta þá keypt kvóta fyrir peningana. Það er ekkert á móti því ef þeir telja peningunum best varið þannig. En ekki vera með þennan feluleik áfram.“

„Brot á jafnræðisreglu og grundvallarmannréttindum.“

Alfa Eymarsdóttir, fulltrúi Pírata, sagði Pírata hafa þá stefnu að allur fiskur færi á markað. Þá sagði hún Pírata „að sjálfsögðu“ vilja beita sér fyrir því að öll fyrirtæki, og þar með talin sjávarútvegsfélög, skyldu falla undir ákvæði samkeppnislaga.

Alfa sagðist komin af sjómönnum og hefði sjálf rekið sjávarútvegsfyrirtæki, og þekkti því vel hvernig kaupin gerðust á eyrinni: „Auðvitað eigum við að breyta þessu. Þetta er ekkert annað en brot á jafnræðisreglunni,“ fullyrti fulltrúi Pírata. „Hagkvæmni og arðsemi er ekki afsökun til að brjóta grundvallarmannréttindi,“ bætti hún við.

Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist telja að ef sú breyting yrði gerð að markaðsverð yrði skiptaverð á öllum afla, myndu flest þau vandamál sem Samkeppniseftirlitið hefði bent á, leysast sjálfkrafa. Össur sagði að spurningin væri hvort menn hefðu kjark til að taka á því máli með lagasetningu. „Ég þori það,“ sagði Össur.

Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri Grænna, og Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar Framtíðar, voru í megindráttum sammála fulltrúum hinna flokkanna, að fulltrúum stjórnarflokkanna undanskildum.

Björn Valur Gíslason sagði að í tuttugu ár hefði Samkeppniseftirlitið …
Björn Valur Gíslason sagði að í tuttugu ár hefði Samkeppniseftirlitið beint svipuðum tilmælum til stjórnvalda og ekkert verið gert með þau fyrr en 2012, með tilkomu vinstri stjórnarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ekki rétt að þjóðin njóti ekki arðsins.“

Páll Magnússon frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins sagði að þegar staðreyndin væri sú að meira en fjórða hver króna sem kæmi úr aflaverðmæti skipa færi beint til opinberra aðila væri einfaldlega ekki hægt að tala um að þjóðin væri ekki að njóta arðs úr sjávarútvegi. „Tölum um þetta með réttum orðum. Förum út úr þessum innihaldslausu frösum,“ bætti Páll við.

Þörf á samkeppnisjafnandi aðgerðum

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sagði það rétt að milliverðlagningarreglur hefðu verið settar, en þær hefðu ekki verið útfærðar inni í kerfi sjávarútvegsins.

„Það þyrfti að gera og í því frumvarpi sem ég var með í smíðum var verið að skoða það,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði að þetta tengdist veiðigjaldaumræðunni og líka þeim hluta tilmæla Samkeppniseftirlitsins sem vörðuðu fiskverðið sem hafnargjöld væru greidd af.

Samkeppnisjöfnun og Freudian slip

„Það gæti verið hægt að nýta milliverðlagningarreglur eða setja upp eitthvert viðmiðunarverð sem allir greiddu. Það væri samkeppnisjafnandi," hélt Sigurður Ingi áfram. „Það væru þá allir að greiða sama verð og það væri þá eflaust eitthvað hærra en það sem lægst er verið að greiða til hafnanna. Það væri þá líka eðlilegra gagnvart sveitarfélögunum. Ég held það væri skynsamlegt að skoða það.“

Þá kom fram í máli forsætisráðherra að ekki væri hægt að ræða sjávarútveg án þess að ræða kvótakerfið. „Sjávarútvegur er eina greinin á Íslandi sem stenst alþjóðlegan samanburð í hagkvæmni, arðsemi og þess háttar. Viljum við breyta því að íslenskur sjávarútvegur er eini útvegurinn sem skilar raunverulegum arði til eigenda þjóðarinnar?"

Benedikt Jóhannesson hjó eftir þessu orðalagi forsætisráðherra um „eigendur þjóðarinnar" og kallaði þetta orðalag forsætisráðherra „Freudian Slip".

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.12.24 574,56 kr/kg
Þorskur, slægður 11.12.24 619,33 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.12.24 474,76 kr/kg
Ýsa, slægð 11.12.24 418,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.12.24 212,35 kr/kg
Ufsi, slægður 11.12.24 262,15 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 11.12.24 307,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.12.24 476,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 257 kg
Þorskur 164 kg
Sandkoli 20 kg
Steinbítur 18 kg
Samtals 459 kg
11.12.24 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 555 kg
Ýsa 262 kg
Keila 57 kg
Langa 27 kg
Samtals 901 kg
11.12.24 Sæfugl ST 81 Landbeitt lína
Þorskur 2.324 kg
Ýsa 405 kg
Samtals 2.729 kg
11.12.24 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 278 kg
Keila 140 kg
Ýsa 32 kg
Karfi 8 kg
Samtals 458 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.12.24 574,56 kr/kg
Þorskur, slægður 11.12.24 619,33 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.12.24 474,76 kr/kg
Ýsa, slægð 11.12.24 418,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.12.24 212,35 kr/kg
Ufsi, slægður 11.12.24 262,15 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 11.12.24 307,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.12.24 476,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 257 kg
Þorskur 164 kg
Sandkoli 20 kg
Steinbítur 18 kg
Samtals 459 kg
11.12.24 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 555 kg
Ýsa 262 kg
Keila 57 kg
Langa 27 kg
Samtals 901 kg
11.12.24 Sæfugl ST 81 Landbeitt lína
Þorskur 2.324 kg
Ýsa 405 kg
Samtals 2.729 kg
11.12.24 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 278 kg
Keila 140 kg
Ýsa 32 kg
Karfi 8 kg
Samtals 458 kg

Skoða allar landanir »