Sjómannadagshelgi í Bolungarvík

Bryndís ÍS 69 á leið til Bolungarvíkur Sólin skín á …
Bryndís ÍS 69 á leið til Bolungarvíkur Sólin skín á snæviþakinn Bjarnarnúp á Snæfjallaströnd, en fullt tungl vakir yfir tilbúið að taka við. mbl.is/RAX

„Sjómannadagurinn í Bolungarvík er haldinn af Bolungarvíkurkaupstað í samstarfi við sjómenn og útgerðarmenn, björgunarsveitina Erni, slysavarnardeild kvenna í Bolungarvík, Náttúrustofu Vestfjarða og fjölmargra aðra aðila,“ segir Helgi Hjálmtýsson er við tökum tal saman um viðburðinn fram undan.

„Sjómannadagurinn í Bolungarvík er einn af stóru menningarviðburðunum í bænum ár hvert enda er Bolungarvík ein elsta verstöð landsins.“

Helgi rekur í framhaldinu að árið 1938 hafi tólf bolvískir sjómenn komið saman til þess að ræða um stofnun sjómannadags. Var þar einróma samþykkt að halda hátíðlegan sjómannadag á komandi vori. „Sjómannadagurinn í Bolungarvík er 78 ára í ár en hann var fyrst haldinn þann 29. maí 1939 sem þá var annar dagur hvítasunnu,“ rifjar Helgi upp.

„Þessi fyrsti sjómannadagur Bolvíkinga hófst með því að sjómenn gengu fylktu liði til messu í Hólskirkju og var síðan aftur gengið fylktu liði frá kirkju. Um kvöldið var skemmtun í IOGT-húsinu þar sem Karlakór Bolungarvíkur söng en síðan var stiginn dans undir morgun.“

Mikil umsvif hafa skapast í kringum smábátaútgerð í Bolungarvík.
Mikil umsvif hafa skapast í kringum smábátaútgerð í Bolungarvík. mbl.is/Helgi Bjarnason

Stór og mikil dagskrá fram undan

Í dag er sjómannadagurinn orðinn að sjómannadagshelgi þar sem boðið er upp á menningu, fróðleik og skemmtun í fjóra daga yfir heila helgi. Það eru þó einungis þrjú atriði sem hafa alltaf verið í boði í tengslum við sjómannadaginn í Bolungarvík, að sögn Helga, en þau eru skrúðgangan frá Brimbrjótum til Hólskirkju, hátíðarguðsþjónustan í Hólskirkju og dansleikurinn.

„Það eru þessi þrjú atriði sem alltaf hafa verið, skrúðgangan, hátíðarguðsþjónustan og ballið, siglingin hefur næstum alltaf verið, einnig kappróður og keppni í beitningu var vinsæl í mörg ár en hefur nú fallið niður þar sem enginn fæst til að keppa,“ segir Helgi.

„Sjómannadagshelgin í Bolungarvík í ár hefst með Þuríðardeginum sem er fimmtudaginn fyrir sjómannadag til heiðurs formóðurinni sem seiddi fiskinn í Djúpið sem hefur verið lífsbjörg Bolvíkinga og íbúa við Djúp um aldir. Markmiðið með Þuríðardegi er að gera landnámskonu Bolungarvíkur, Þuríði sundafylli, sýnilegri og tengsl hennar við sjávarfang og sjávarútveg og minnast kvenna í Bolungarvík allt frá landnámi fram á þennan dag. Þuríðardagurinn samanstendur af erindum um konur og störf þeirra og ýmsum skemmtiatriðum. Dagurinn er nú haldinn í þriðja skiptið í tengslum við sjómannadaginn og rétt að árétta að hann er tilkomin af frumkvæði bolvískra kvenna.“

Á föstudeginum verður dorgveiðikeppni á Brimbrjótum fyrir krakka á öllum aldri og verðlaun í boði fyrir afla, fjölda fiska og fleira.

Þorskurinn er tónlistarhátíð sem haldin er á Einarshúsi en þar koma fram ýmsir tónlistarmenn sem tengjast Bolungarvík.

„Föstudeginum lýkur svo með tónleikum BB & the Bluebirds í félagsheimilinu. Hljómsveitin hefur spilað á ýmsum tónlistarhátíðum og tónleikum hér á landi undanfarin ár auk þess sem þau hafa spilað víða erlendis undanfarið. Fyrir sveitinni fer rafmagnsgítartöffarinn Brynhildur Oddsdóttir,“ bendir Helgi á.

Römm taug er í hjarta bæjarbúa hvað varðar sjómannadaginn.
Römm taug er í hjarta bæjarbúa hvað varðar sjómannadaginn. Helgi Bjarnason

Bekkur frá fjölskyldu Guðna Kristjáns Sævarssonar

„Alla helgina stendur uppi sýning á sjávardýrum í fiskabúrum við hafnarvogina. Þar er að finna steinbít, þorsk, kola, marhnúta, ufsa og margar fleiri fiskitegundir í návígi.

Lagt á Djúpið er svo hátíðarsigling báta frá Bolungarvík inn Djúp til móts við skip og báta frá Ísafirði og er farin kl. 10:00 um laugardagsmorguninn. Siglingin er alltaf mjög vinsæl skemmtun.“

Á laugardaginn um kl. 11:40, þegar siglingunni lýkur, fær Bolungarvíkurkaupstaður afhentan bekk til minningar um Guðna Kristján Sævarsson sem fjölskylda hans gefur. „Þann 10. maí 1994 varð slys um borð í Dagrúnu frá Bolungarvík sem hafði þær afleiðingar að Guðni Kristján Sævarsson lést langt fyrir aldur fram. Hann hefði orðið sextugur á árinu og af því tilefni vill fjölskylda hans minnast hans með þessum hætti. Bekknum verður komið fyrir við Sjávarbraut þar sem göngumóðir geta hvílt lúin bein og fylgst með lífinu á höfninni.“

Leikhópurinn Lotta sýnir Ljóta andarungann, glænýtt íslenskt leikrit með söngvum. Leikritið er sýnt við félagsheimilið á laugardaginn kl. 12:00 og er ókeypis fyrir áhorfendur.

Grillaður lax verður í boði á sjómannadagshelginni í Bolungarvík. „Það er laxeldisfyrirtækið Arnarlax sem leggur til laxinn í samstarfi við yngri flokkana í knattspyrnudeild Vestra og er laxinn boðinn á vægu verði í fjáröflunarskyni fyrir deildina. Grillið hefst kl. 12:00 og stendur þar til megindagskráin hefst á laugardeginum. Þetta er tilvalið tækifæri til að bragða á eðal-laxi úr Arnarfirði,“ bætir Helgi við.

Vilberg Vilbergsson, Villi Valli, mætir með dragspilið og fær ljúfa tóna til að leika um nærstadda.

Þyrlusveit frá Landhelgisgæslunni kemur í heimsókn á höfnina en að sjálfsögðu ganga útköll sveitarinnar fyrir.

Siglt í höfninni í Bolungarvík.
Siglt í höfninni í Bolungarvík. mbl.is/Árni Sæberg

Ókeypis í sund og heitu pottana

Formleg sjómannadagsdagskrá hefst svo um kl. 13:30 með ýmsum þrautum, kappróðri, flekahlaupi og fleiri skemmtilegum atriðum. „Það er björgunarsveitin Ernir í Bolungarvík sem stjórnar leikum og sér til þess að allt gangi vel. Fyrir þá sem verða svo óheppnir að lenda í sjónum er rétt að benda á að það er ókeypis í sund og heitu pottana allan laugardaginn.“

Félagar úr Sæfara kynna kayak og kayak-róður og aðstoða þá sem vilja að prófa kayak. Þeir hvetja alla til að prófa en níu ára og yngri mega því miður ekki prófa þar sem þau eru of ung til að ráða við bátana.

Boðið er upp á hátíðarkvöldverð og skemmtun í Félagsheimili Bolungarvíkur um laugardagskvöldið. Veislustjóri er Einar K. Guðfinnsson og Lalli töframaður skemmtir. Maturinn verður að hætti Núpsbræðra. Að borðhaldi loknu verið sjómannadagsball með Icebreakers, Hirti Trausta og Maríu Ólafs.

„Á sjálfan sjómannadag verður gengið undir fánum í skrúðgöngu til heiðurs sjómönnum frá Brimbrjótunum til hátíðarguðsþjónustu í Hólskirkju. Lagt verður af stað frá Brjótnum kl. 13:30. Hátíðarguðsþjónustan hefst kl. 14:00 og er það kór bolvískra karlmanna sem syngur við messuna. Að guðsþjónustu lokinni verða blómsveigar lagðir að minnismerkjum látinna sjómanna í Grundarkirkjugarði en sjómannsdætur eru kransaberar. Þess ber að minnast að enginn sjómaður hefur látið lífið við störf frá síðasta sjómannadegi til þess í ár.“

Dagskrá sjómannadagshelgarinnar lýkur svo að sögn Helga með kaffisölu Kvennadeildar Slysavarnafélagsins Landsbjargar í félagsheimilinu kl. 15:00 en kaffisala deilarinnar er margrómuð og vinsæl hjá öllum. „Að lokum má geta þess að ókeypis er í sjóminjasafnið Ósvör á sjómannadaginn,“ segir Helgi.

Í sterkum tengslum við lífsafkomuna

Að sögn Helga er þátttaka bæjarbúa í sjómannadeginum mikil bæði og almenn. „Já, nánast allir bæjarbúar mæta, ungir og gamlir eru viðstaddir hátíðarhöldin á laugardeginum, einnig koma Bolvíkingar sem búa í nágrenni Bolungarvíkur til að vera með. Auðvitað spilar veðrið stórt hlutverk og mannfjöldinn er alltaf mestur þegar verðrið er gott.“

Burtséð frá veðrinu er römm taug í hjarta bæjarbúa þegar sjómannadagurinn er annars vegar, eins og Helgi bendir á.

„Sjómannadagurinn er í sterkum tengslum við lífsafkomu Bolvíkinga og lífið í Bolungarvík snýst mikið um fiskveiðar og aflabrögð. Það sem greinir þennan dag frá öðrum er kannski fyrst og fremst þátttaka íbúanna sjálfra í því sem fram fer.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 394,31 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,25 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,22 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.572 kg
Þorskur 81 kg
Skarkoli 35 kg
Steinbítur 11 kg
Ufsi 5 kg
Djúpkarfi 1 kg
Samtals 1.705 kg
26.4.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 546 kg
Samtals 546 kg
26.4.24 Auður HU 94 Grásleppunet
Grásleppa 1.519 kg
Þorskur 196 kg
Steinbítur 28 kg
Rauðmagi 25 kg
Skarkoli 4 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 1.773 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 394,31 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,25 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,22 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.572 kg
Þorskur 81 kg
Skarkoli 35 kg
Steinbítur 11 kg
Ufsi 5 kg
Djúpkarfi 1 kg
Samtals 1.705 kg
26.4.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 546 kg
Samtals 546 kg
26.4.24 Auður HU 94 Grásleppunet
Grásleppa 1.519 kg
Þorskur 196 kg
Steinbítur 28 kg
Rauðmagi 25 kg
Skarkoli 4 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 1.773 kg

Skoða allar landanir »