Ný fisktegund veiðist við Ísland

Brislingurinn fannst undan Eyjafjallasandi.
Brislingurinn fannst undan Eyjafjallasandi. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Brislingur hefur veiðst í fyrsta skipti við Ísland. Gerðist það í leiðangri Hafrannsóknastofnunar sem farinn var til rannsókna á flatfiski á grunnslóð við landið í lok ágústmánaðar. Einungis veiddist einn fiskur af tegundinni og var hann 15 sentimetra langur.

Að því er fram kemur á vef Hafrannsóknastofnunar fékkst fiskurinn á 20 metra dýpi undan Eyjafjallasandi, en leiðangurinn var undir stjórn Guðjóns Sigurðssonar.

Segir þar að brislingur sé smávaxinn fiskur af síldarætt og verði sjaldnast stærri en 16 sentimetrar.

Frá Marokkó og til Noregs

„Hann líkist nokkuð smásíld, en er auðgreindur frá síld á því að kviðrönd er með þunnan, snarptenntan kjöl og rætur kviðugga eru undir eða rétt framan við upphaf bakugga í stað þess að vera undir honum miðjum,“ segir á vef stofnunarinnar.

Fram kemur að hann sé uppsjávarfiskur og haldi til á grunnsævi, oft nærri ströndum, og þoli vel seltulítinn sjó. Útbreiðslan sé víðáttumikil á landgrunni Norður-Evrópu og Afríku, einkum innan 50 metra dýptarlínu.

„Hún nær frá Atlantshafsströnd Marokkó og norður í Norðursjó og að strönd suðurhluta Noregs og inn í Eystrasalt. Þá finnst hann í Miðjarðarhafi, Adríanhafi og Svartahafi.“

Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson siglir út úr Reykjavíkurhöfn.
Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson siglir út úr Reykjavíkurhöfn. mbl.is/Sigurður Bogi

Sveiflukenndur afli í Norðursjó og Eystrasalti

„Á þeim svæðum sem brislingur finnst er hann mikilvæg fæða bæði ýmissa fiska og sjófugla.
Miklar veiðar eru stundaðar á þessari tegund og fer stærstur hluti aflans í mjöl, en lítilsháttar markaður er fyrir hann til manneldis, þá reyktur og niðursoðinn. Eins og búast má af skammlífri tegund, þá hefur afli, bæði í Norðursjó og Eystrasalti, verið mjög sveiflukenndur eftir árum.

Á árunum 1974-1979 var ársaflinn í Norðursjó á bilinu 350-600 þús. tonn, en minnkaði hratt eftir það og mjög lítið var veitt árið 1986. Síðan óx aflinn aftur nokkuð jafnt frá ári til árs og var um 360 þús. tonn árið 1995. Eftir það hefur aflinn verið breytilegur, frá 60 þús. og upp í 300 þús. tonn, var um 250 þús. tonn á síðasta ári. Í Eystrasalti hefur afli verið heldur stöðugri á undanförnum áratugum og ársaflinn verið 300-500 þús. tonn, mestur árið 1997.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.3.18 209,36 kr/kg
Þorskur, slægður 22.3.18 259,08 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.3.18 248,28 kr/kg
Ýsa, slægð 22.3.18 228,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.3.18 71,52 kr/kg
Ufsi, slægður 22.3.18 84,10 kr/kg
Djúpkarfi 19.3.18 50,00 kr/kg
Gullkarfi 22.3.18 140,39 kr/kg
Litli karfi 14.2.18 18,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.3.18 225,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.3.18 Katrín Ii SH-475 Handfæri
Þorskur 64 kg
Samtals 64 kg
22.3.18 Dagrún HU-121 Þorskfisknet
Þorskur 2.884 kg
Grásleppa 45 kg
Skarkoli 29 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 2.981 kg
22.3.18 Eskey ÓF-080 Línutrekt
Þorskur 4.126 kg
Steinbítur 283 kg
Samtals 4.409 kg
22.3.18 Manni ÞH-088 Grásleppunet
Grásleppa 1.801 kg
Þorskur 643 kg
Samtals 2.444 kg

Skoða allar landanir »