Fiskmarkaðirnir skapa sérhæfingu

Ögmundur Knútsson, dósent á viðskipta- og raunvísindasviði Háskólans á Akureyri.
Ögmundur Knútsson, dósent á viðskipta- og raunvísindasviði Háskólans á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Það er fiskmörkuðunum að þakka að íslenskur sjávarútvegur hefur náð að skapa meiri verðmæti úr minna veiddum tegundum á borð við kola, steinbít og löngu. Þetta niðurstaða Ögmundar Knútssonar og segir hann að í samanburði við Noreg takist Íslandi að framleiða tvöfalt til þrefalt verðmætari vöru úr þessum tegundum.

Ögmundur er dósent við Háskólann á Akureyri og flutti erindi á World Seafood Congress, sem haldið var fyrir skemmstu, þar sem hann fjallaði um hlutverk fiskmarkaðanna í virðiskeðju bolfisks. Hann segir að fiskmarkaðirnir hafi gert mögulegt að ná fram meiri sérhæfingu í vinnslu fisksins.

„Með stofnun fiskmarkaðanna árið 1987 myndast nægilegt framboð af sjaldgæfari afla til að forsendur verði fyrir rekstri sérhæfðari vinnsla, sem safna þessum fiski saman frá mismunandi bátum og landsvæðum. Fiskmarkaðir hjálpa því til að gera fjölbreyttan afla að einsleitari vöru og mynda „krístískan massa“, sem var ekki áður, fyrir framleiðendur að kaupa.“

Að sögn Ögmundar er sá munur á norskum fiskmörkuðum og íslenskum að í Noregi er afli hvers báts yfirleitt seldur í heilu lagi en á Íslandi er aflanum skipt í tegundir og jafnvel stærðir áður en hann er seldur. Á Íslandi hefur þróunin síðan orðið þannig að sum sjávarútvegsfyrirtæki sérhæfa sig í tegundum og afurðum t.d. í vinnslu þorsks og ýsu í ferskum flakabitum. Fyrir þær vinnslur þurfi ákveðna stærð af fiski og þann fisk sem ekki er af réttri stærð selja þær frá sér á markaði.

„Ef um er að ræða t.d. stóran þorsk þá gæti sá hluti aflans ekki hentað í ferskfiskvinnslu og í staðinn verið seldur í saltfiskvinnslu, þar sem stór fiskur er hentugri. Gildir það sama með undirmálsfiskinn sem nýtist ekki endilega stórum verksmiðjum sem framleiða flök og flakabita, að á markaði má finna kaupanda sem getur skapað meiri verðmæti úr hráefninu.“

Bæði sérhæfð vinnsla og markaðssetning

Sérhæfing í vinnslu ólíkra fisktegunda þýðir að fiskvinnslurnar geta lagt meiri áherslu á að selja ferskan fisk, frekar en frystan, og er það helsta ástæðan fyrir þeim mikla mun sem er á verðmæti vörunnar sem verður til á Íslandi annars vegar og í Noregi hins vegar.

„Norskur sjávarútvegur vinnur aflann svipað og við gerðum hér á Íslandi áður fyrr, þar sem aflinn er allur verkaður á sama stað, yfirleitt þar sem honum er landað. Eins og vera ber fá skipin misleitan afla og algengt að aukategundunum sé ýtt til hliðar á meðan aðalaflinn er verkaður. Þessi skortur á sérhæfingu og tilflutningi á hráefni gerir það að verkefum að minni verðmæti fást fyrir þessar tegundir en á Íslandi.

Auk þess að sérhæfa sig í vinnslu aukategundanna, og selja fiskinn ferskan til kaupenda, geta íslensku fiskvinnslurnar líka sérhæft sig í markaðssetningu og dreifingu.

„Iðulega er um að ræða litla framleiðendur sem hafa fundið sér tiltekna hillu á markaðinum sem hentar þeirra vöru mjög vel. Fer framleiðslan oft fram á SV-horninu, þar sem stutt er í alþjóðaflugvöllinn og hægt að koma fiskinum ferskum beint á þann markað þar sem má fá best verð fyrir hverja tegund.“

Gæðahvetjandi verð

Ögmundur þakkar fiskmörkuðunum það einnig að verðmyndunarkerfi á íslenskum bolfiski er mjög gagnsætt.

„Í öðrum löndum sem við berum okkur saman við fer verðmyndunin öðruvísi fram og algengt að samið er um tiltekið lágmarksverð. Það þýðir að oft vantar hvatann til að skila meiri gæðum eða skila hráefninu á tilsettum tíma. Aftur á móti sendir íslenski fiskmarkaðurinn skipstjórum skýr skilaboð um mikilvægi þess að hámarka gæði fisksins og jafnvel að verðið ræðst af því hvar fiskurinn var veiddur og með hvernig veiðarfærum,“ segir hann.

„Þegar bornir eru saman sömu stærðarflokkar á fiskmörkuðum kemur í ljós að yfirleitt er lægsta verðið greitt fyrir netafisk og hæsta verðið fyrir línufisk, en stundum fyrir trollfiskinn. Krókafiskurinn er hvítari, og veiðarnar taldar umhverfisvænni á meðan trollfiskurinn þykir oft bjóða upp á betri nýtingu.“

Telur Ögmundur ekki ósennilegt að þessi verðskilaboð markaðarins hafi haft áhrif á það hvernig íslenski flotinn veiðir. „Ef við skoðum hvaða veiðarfæri er verið að nota hefur netaveiði minnkað mikið og línuveiði aukist.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 25.9.20 449,88 kr/kg
Þorskur, slægður 25.9.20 408,80 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.9.20 270,36 kr/kg
Ýsa, slægð 25.9.20 307,40 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.9.20 122,68 kr/kg
Ufsi, slægður 25.9.20 177,68 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.20 192,00 kr/kg
Gullkarfi 25.9.20 244,01 kr/kg
Litli karfi 19.8.20 16,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.9.20 Fríða Dagmar ÍS-103 Lína
Þorskur 658 kg
Ýsa 206 kg
Langa 193 kg
Keila 166 kg
Steinbítur 97 kg
Hlýri 48 kg
Karfi / Gullkarfi 16 kg
Ufsi 5 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 1.390 kg
25.9.20 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Keila 360 kg
Langa 342 kg
Þorskur 252 kg
Steinbítur 128 kg
Hlýri 118 kg
Karfi / Gullkarfi 61 kg
Ýsa 58 kg
Sandkoli 2 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 1.322 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 25.9.20 449,88 kr/kg
Þorskur, slægður 25.9.20 408,80 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.9.20 270,36 kr/kg
Ýsa, slægð 25.9.20 307,40 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.9.20 122,68 kr/kg
Ufsi, slægður 25.9.20 177,68 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.20 192,00 kr/kg
Gullkarfi 25.9.20 244,01 kr/kg
Litli karfi 19.8.20 16,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.9.20 Fríða Dagmar ÍS-103 Lína
Þorskur 658 kg
Ýsa 206 kg
Langa 193 kg
Keila 166 kg
Steinbítur 97 kg
Hlýri 48 kg
Karfi / Gullkarfi 16 kg
Ufsi 5 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 1.390 kg
25.9.20 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Keila 360 kg
Langa 342 kg
Þorskur 252 kg
Steinbítur 128 kg
Hlýri 118 kg
Karfi / Gullkarfi 61 kg
Ýsa 58 kg
Sandkoli 2 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 1.322 kg

Skoða allar landanir »