Mokveiði áður en gengur illa núna

Víkingur AK er á síldveiðum.
Víkingur AK er á síldveiðum. mbl.is/HB Grandi

„Þetta er fljótt að breytast. Fyrir aðeins nokkrum dögum var hér mokveiði en núna gengur frekar illa. Það berast hins vegar fréttir af góðri síldveiði í Síldarsmugunni og við verðum trúlega að elta síldina þangað áður en vertíðin er úti.“

Þetta segir Hjalti Einarsson, skipstjóri á Víkingi AK.

Fram kemur á vef HB Granda að Víkingur hafi farið frá Vopnafirði á mánudagsmorgun en skipið kom þangað fyrir helgina með rúmlega 1.000 tonn af síld, sem fóru til vinnslu hjá uppsjávarfrystihúsi HB Granda. Að sögn Hjalta hafa fjögur til fimm skip verið að veiðum utarlega á Héraðsflóanum. Önnur hafa sótt í Síldarsmuguna.

Smærri síldin haldi sig sunnar

„Við erum búnir að vera á Héraðsflóadjúpi en erum nú komnir norður undir Borgarfjarðargrunn. Það er bara verið að leita að síld. Við höfum orðið varir við smá peðrur við botninn en ekkert magn að ráði. Venjulega er síldveiðin best eftir að skyggja fer af degi en það var léleg veiði sl. nótt,“ var haft eftir Hjalta síðdegis í gær. Telur hann að aflinn hafi í fyrradag verið kominn í um 260 tonn.

„Vertíðin endar örugglega hjá okkur á síldveiðum í Síldarsmugunni en við erum ekki að fara þangað í bráð. Siglingin er nokkuð löng og spáin er sú að þar verði bræla um næstu helgi. Síldin í Síldarsmugunni er hins vegar mjög góð og hið sama má segja um síldina sem veiddist á Héraðsflóadjúpinu þegar veiðin var hvað best fyrir nokkrum dögum,“ segir Hjalti.

„Það er eins og að smærri síldin haldi sig sunnar við Austfirði og það kemur fyrir að við hittum á síld af blandaðri stærð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 242,37 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 220,11 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,93 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Þórsnes SH 109 Grálúðunet
Þorskur 14.285 kg
Samtals 14.285 kg
19.9.24 Fanney EA 82 Handfæri
Þorskur 2.337 kg
Ufsi 187 kg
Karfi 14 kg
Samtals 2.538 kg
19.9.24 Gullver NS 12 Botnvarpa
Þorskur 22.264 kg
Ýsa 10.590 kg
Karfi 792 kg
Þykkvalúra 127 kg
Samtals 33.773 kg
19.9.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Ufsi 5.373 kg
Karfi 1.881 kg
Samtals 7.254 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 242,37 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 220,11 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,93 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Þórsnes SH 109 Grálúðunet
Þorskur 14.285 kg
Samtals 14.285 kg
19.9.24 Fanney EA 82 Handfæri
Þorskur 2.337 kg
Ufsi 187 kg
Karfi 14 kg
Samtals 2.538 kg
19.9.24 Gullver NS 12 Botnvarpa
Þorskur 22.264 kg
Ýsa 10.590 kg
Karfi 792 kg
Þykkvalúra 127 kg
Samtals 33.773 kg
19.9.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Ufsi 5.373 kg
Karfi 1.881 kg
Samtals 7.254 kg

Skoða allar landanir »