Tekjur drógust saman um tugi milljarða

Skip við höfn í Ólafsvík.
Skip við höfn í Ólafsvík. mbl.is/Sigurður Bogi

Tekjur í sjávarútvegi drógust saman um 25 milljarða króna árið 2016, eða um níu prósent. Allar líkur eru á að afkoma fyrirtækja í sjávarútvegi versni enn nokkuð á yfirstandandi rekstrarári. Þetta kemur fram í samantekt Deloitte á rekstri sjávarútvegsfélaga, sem gerð var að beiðni atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Fram kemur í skýrslu Deloitte að afkoma botnfiskútgerða og -vinnslu hafi versnað mest milli ára og félög í botnfiskútgerð orðið af mestu tekjunum. Afkoman hafi þá versnað óháð úthlutuðum afla, en stærri félög virðist þó eiga auðveldara með að ná fram kostnaðarsparnaði á móti tekjusamdrætti.

Tekjutapinu var enda að hluta mætt með lækkun kostnaðar en EBITDA félaganna mun hafa lækkað um 15 milljarða króna, eða um 22%.

Styrking krónunnar ekki aðeins neikvæð

Verðlag sjávarafurða hafi lækkað verulega í íslenskum krónum á sama tíma og launavísitala hafi hækkað töluvert. Þrátt fyrir að styrking krónunnar hafi haft neikvæð áhrif á tekjur greinarinnar hafi hún þó án efa unnið með greininni að hluta hvað varði ýmis keypt aðföng s.s. olíu, varahluti, veiðarfæri og umbúðir.

Lækkun olíuverðs hafi þá haft nokkuð jákvæð áhrif á afkomu síðasta árs en það sé tekið að hækka að nýju á þessu ári.

Í skýrslunni segir að takist að veiða þann afla, sem ekki tókst að veiða í verkfallsmánuðum fyrri hluta ársins, gæti afkoma þó aukist lítið eitt milli ára.

Tekið er fram að skuldastaða greinarinnar í heild hafi þróast með jákvæðum hætti að því leyti að heildarskuldir hafi lækkað og eiginfjárhlutfall hækkað. Lækkun skulda megi að nokkru leyti rekja til styrkingar krónunnar sem leitt hafi til lækkunar skulda í erlendri mynt.

Ólíklegt að náist að eyða verkfallsáhrifum

Í skýrslunni er greint frá því að á fyrstu átta mánuðum þessa árs sé veitt magn orðið tæplega 7% meira en á síðasta ári. Muni þar mestu um auknar veiðar á loðnu miðað við árið í fyrra.

Á nýliðnu fiskveiðiári hafi aflaheimildir aukist um 22% samanborið við fiskveiðiárið 15/16, en afli til aflamarks hins vegar staðið því sem næst í stað milli ára.

„Eitthvað af því sem ekki veiddist flyst á það fiskveiðiár sem nú er hafið en ólíklegt má teljast að verkfallsáhrifum verði að fullu eytt innan rekstrarársins 2017,“ segir í niðurstöðum skýrslunnar.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 6.12.17 706,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 19.2.18 218,46 kr/kg
Þorskur, slægður 19.2.18 260,58 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.2.18 205,78 kr/kg
Ýsa, slægð 19.2.18 212,48 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.2.18 28,60 kr/kg
Ufsi, slægður 19.2.18 99,03 kr/kg
Djúpkarfi 7.2.18 104,00 kr/kg
Gullkarfi 19.2.18 146,95 kr/kg
Litli karfi 14.2.18 18,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.2.18 Þorlákur ÍS-015 Dragnót
Skarkoli 147 kg
Ýsa 139 kg
Steinbítur 92 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 21 kg
Karfi / Gullkarfi 6 kg
Samtals 405 kg
19.2.18 Ásdís ÍS-002 Dragnót
Steinbítur 526 kg
Ýsa 195 kg
Skarkoli 52 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 25 kg
Þorskur 17 kg
Lúða 13 kg
Samtals 828 kg
19.2.18 Páll Helgi ÍS-142 Dragnót
Skarkoli 330 kg
Þorskur 314 kg
Steinbítur 288 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 40 kg
Ýsa 12 kg
Lúða 8 kg
Samtals 992 kg

Skoða allar landanir »