Óvenjulegri ýsu landað á Skagaströnd

Á myndinni sést vel munurinn á venjulegri ýsu og þeirri …
Á myndinni sést vel munurinn á venjulegri ýsu og þeirri appelsínugulu. Enginn um borð í Onna Hu 36 hafði séð svona ýsu né aðrir sjómenn sem voru á bryggjunni. mbl.is/Ólafur Bernódusson

Hún var ansi óvenjuleg ein ýsan sem Onni Hu 36 landaði á Skagaströnd á dögunum. Hún er appelsínugul á litin með bleikum blæ og það vantar á hana svokallaða „kölskabletti“ - svörtu blettina sem eru fremst á hliðarrákunum beggja megin á ýsu. 

Ýsan er stór og mikil og virðist hafa þrifist mjög vel. Ekki er líklegt að litabreytingin stafi af of langri veru í þara, eins og gerist með þorsk, því hún veiddist á 85 faðma dýpi í snurvoð og var þar innan um eðlilegar kynsystur sínar.

Gárungarnir á bryggjunni á Skagaströnd grínuðust með að ýsan væri bara að taka þátt í bleikum október til að minna á baráttuna gegn krabbameini kvenna. Það fengist þó líklega ekki staðist því hún var ekki með bleika slaufu.

Ýsan verður í framhaldinu send til Hafrannsóknastofnunar sem mun skoða þennan undarlega fisk.

mbl.is/Ólafur Bernódusson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.1.22 389,94 kr/kg
Þorskur, slægður 17.1.22 430,44 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.1.22 462,22 kr/kg
Ýsa, slægð 17.1.22 444,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.1.22 210,60 kr/kg
Ufsi, slægður 17.1.22 235,56 kr/kg
Djúpkarfi 23.11.21 206,00 kr/kg
Gullkarfi 17.1.22 351,24 kr/kg
Litli karfi 20.10.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.1.22 149,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.1.22 Litlanes ÞH-003 Línutrekt
Þorskur 705 kg
Ýsa 546 kg
Keila 57 kg
Hlýri 18 kg
Steinbítur 6 kg
Gullkarfi 3 kg
Samtals 1.335 kg
17.1.22 Eyji NK-004 Plógur
Ígulker 997 kg
Samtals 997 kg
17.1.22 Hafrafell SU-065 Lína
Ýsa 1.633 kg
Þorskur 1.048 kg
Keila 68 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 2.753 kg
17.1.22 Háey I ÞH-295 Lína
Ýsa 578 kg
Þorskur 408 kg
Hlýri 82 kg
Steinbítur 11 kg
Samtals 1.079 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.1.22 389,94 kr/kg
Þorskur, slægður 17.1.22 430,44 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.1.22 462,22 kr/kg
Ýsa, slægð 17.1.22 444,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.1.22 210,60 kr/kg
Ufsi, slægður 17.1.22 235,56 kr/kg
Djúpkarfi 23.11.21 206,00 kr/kg
Gullkarfi 17.1.22 351,24 kr/kg
Litli karfi 20.10.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.1.22 149,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.1.22 Litlanes ÞH-003 Línutrekt
Þorskur 705 kg
Ýsa 546 kg
Keila 57 kg
Hlýri 18 kg
Steinbítur 6 kg
Gullkarfi 3 kg
Samtals 1.335 kg
17.1.22 Eyji NK-004 Plógur
Ígulker 997 kg
Samtals 997 kg
17.1.22 Hafrafell SU-065 Lína
Ýsa 1.633 kg
Þorskur 1.048 kg
Keila 68 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 2.753 kg
17.1.22 Háey I ÞH-295 Lína
Ýsa 578 kg
Þorskur 408 kg
Hlýri 82 kg
Steinbítur 11 kg
Samtals 1.079 kg

Skoða allar landanir »