Gera hlé á kolmunnaveiðum

Beitir NK.
Beitir NK. Ljósmynd/Smári Geirsson

„Við vorum fimm daga að veiðum 60-70 mílur austur af landinu og það var einungis dregið á daginn. Þetta var vinna frá sjö til fimm og síðan látið reka yfir nóttina. Kolmunninn hverfur alveg þegar dimma tekur.“

Þetta segir Sturla Þórðarson, skipstjóri á Beiti NK, en skipið hélt til kolmunnaveiða og landaði 330 tonnum aðfaranótt sunnudags. Haft er eftir honum á vef Síldarvinnslunnar að aflinn hafi verið afar rýr.

Beitir mun nú halda vestur fyrir land og hefja veiðar á íslenskri sumargotssíld.

Bjarni Ólafsson AK, sem að undanförnu hefur lagt stund á kolmunnaveiðar austur af landinu og landað þrisvar, samtals 2.400 tonnum, liggur nú í höfn í Neskaupstað og mun ekki halda áfram kolmunnaveiðum að sinni. Skip Síldarvinnslunnar hafa því gert hlé á veiðum á kolmunna.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 6.12.17 706,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 22.2.18 236,45 kr/kg
Þorskur, slægður 22.2.18 269,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.2.18 245,55 kr/kg
Ýsa, slægð 22.2.18 239,10 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.2.18 54,09 kr/kg
Ufsi, slægður 22.2.18 91,40 kr/kg
Djúpkarfi 7.2.18 104,00 kr/kg
Gullkarfi 22.2.18 210,01 kr/kg
Litli karfi 14.2.18 18,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.2.18 Gunnvör ÍS-053 Rækjuvarpa
Ýsa 300 kg
Þorskur 272 kg
Samtals 572 kg
22.2.18 Þorlákur ÍS-015 Dragnót
Þorskur 2.316 kg
Skarkoli 157 kg
Ýsa 113 kg
Steinbítur 54 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 21 kg
Lúða 15 kg
Samtals 2.676 kg
22.2.18 Haförn ÞH-026 Dragnót
Þorskur 6.800 kg
Ýsa 1.045 kg
Ufsi 239 kg
Samtals 8.084 kg
22.2.18 Páll Helgi ÍS-142 Dragnót
Þorskur 609 kg
Steinbítur 323 kg
Skarkoli 103 kg
Ýsa 39 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 17 kg
Lúða 13 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.109 kg

Skoða allar landanir »