Öryggi sjómanna skerðist

Áhöfnin á þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, sækir hér veikan sjómann um …
Áhöfnin á þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, sækir hér veikan sjómann um borð í rússneskan togara, djúpt út af Reykjanesi. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Öryggi sjómanna mun skerðast, gangi eftir sú fyrirætlun stjórnvalda að lækka fjárframlög til Landhelgisgæslunnar. Þetta fullyrðir Landssamband smábátaeigenda, sem lýsir miklum áhyggjum vegna áformanna.

Í tilkynningu frá sambandinu segir að það skori á alþingismenn að tryggja nægt fjármagn til reksturs Landhelgisgæslunnar, þannig að tryggð verði sú þjónusta sem henni sé lögskipað að sinna.

„Þyrluþjónusta er öryggisþáttur sem ávallt verður að vera vel sinnt og ekki má undir neinum kringumstæðum draga úr,“ segir í tilkynningunni.

Gæti leitt af sér björgunarmiðstöð á Íslandi

„Landssamband smábátaeigenda ítrekar fyrri samþykktir sínar á nauðsyn þess að ræða við nágrannaþjóðir okkar um hvort hugsanlegt væri að einhver þeirra eða allar gætu ásamt Íslendingum komið að rekstri þyrlna við Norður-Atlantshaf. Ljóst er að nokkrar þjóðir hefðu þar beina hagsmuni, eins og Færeyingar, Norðmenn, Danir og Grænlendingar.“

Ef af yrði er samstarfið sagt geta jafnvel leitt af sér stofnun sameiginlegrar björgunarmiðstöðvar við Norður-Atlantshaf, með aðsetur hér á landi.

Morgunblaðið greindi á laugardag frá þeim áformum Gæslunnar að leigja mögulega eina þyrlu til útlanda í að minnsta kosti tvo mánuði á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Guðborg NS 336 Grásleppunet
Þorskur 326 kg
Ýsa 66 kg
Skarkoli 47 kg
Samtals 439 kg
26.4.24 Oddverji SI 76 Grásleppunet
Grásleppa 1.934 kg
Þorskur 146 kg
Ýsa 42 kg
Skarkoli 30 kg
Ufsi 20 kg
Steinbítur 5 kg
Rauðmagi 1 kg
Samtals 2.178 kg
26.4.24 Hrönn NS 50 Grásleppunet
Grásleppa 2.040 kg
Þorskur 49 kg
Skarkoli 11 kg
Steinbítur 5 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 2.108 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Guðborg NS 336 Grásleppunet
Þorskur 326 kg
Ýsa 66 kg
Skarkoli 47 kg
Samtals 439 kg
26.4.24 Oddverji SI 76 Grásleppunet
Grásleppa 1.934 kg
Þorskur 146 kg
Ýsa 42 kg
Skarkoli 30 kg
Ufsi 20 kg
Steinbítur 5 kg
Rauðmagi 1 kg
Samtals 2.178 kg
26.4.24 Hrönn NS 50 Grásleppunet
Grásleppa 2.040 kg
Þorskur 49 kg
Skarkoli 11 kg
Steinbítur 5 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 2.108 kg

Skoða allar landanir »