Strandveiðarnar gegni lykilhlutverki

„Það sem strandveiðar hafa umfram aðrar veiðar er markaðslegt gildi.“
„Það sem strandveiðar hafa umfram aðrar veiðar er markaðslegt gildi.“ mbl.is/Alfons

Íslensku strandveiðarnar gegna lykilhlutverki í því að viðhalda stöðugu framboði á ferskum fiski til útflutnings. Þetta segir Arnar Atlason, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda.

Arnar ritar grein á vef samtakanna, þar sem hann rifjar upp að tíu ár séu nú liðin frá því að þáverandi sjávarútvegsráðherra, Jón Bjarnason, heimilaði strandveiðar.

„Í upphafi voru margir gagnrýnir á veiðarnar og vissulega voru ýmsir ágallar, sérstaklega sem sneri að kælingu aflans. Nú 10 árum síðar er óhætt að fullyrða að breyting hefur orðið til batnaðar. Meðferð aflans almennt orðin betri og nú er svo komið að á þeim tíma sem veiðarnar standa yfir eru þær farnar að skipta verulega máli,“ skrifar Arnar.

„Þegar sagt er að þær skipti máli verður að horfa til þess að á sömu 10 árum hefur orðið gríðarleg aukning í útflutningi á ferskum fiski frá Íslandi. Algjör breyting hefur orðið og til einföldunar má segja að frysting hefur dregist verulega saman á sama tíma og útflutningur ferskra afurða hefur aukist stórlega.“

Arnar Atlason, formaður SFÚ.
Arnar Atlason, formaður SFÚ.

Framboð stöðugra héðan en frá Noregi

Bendir Arnar á að ein afleiðing þessara breytinga sé sú að nauðsynlegra sé nú að framboð sé stöðugt.

„Ferskur fiskur er í eðli sínu nýveiddur þegar hann kemur á disk neytenda. Á sjávarútvegsráðstefnunni sem haldin var nú í haust hélt fulltrúi verslunarkeðjunnar Carrefour, Beatrice Hochard, ákaflega athyglisvert erindi sem snerist einmitt um framboð á ferskum fiski og nauðsyn þess að það væri stöðugt. Hún gerði jafnframt grein fyrir því í erindinu að verslunarkeðjur eins og Carrefour aðgreindu Ísland sem uppsprettu frá Noregi t.a.m. sökum þess að héðan væri framboð stöðugra.“

Vilja sjá einyrkjann með gogginn

Í þessum efnum gegni strandveiðarnar lykilhlutverki, segir Arnar og vísar til þess að strandveiðarnar eigi sér stað á þeim tíma þegar framboð á þorski er viðkvæmast.

„Það sem strandveiðar hafa umfram aðrar veiðar er markaðslegt gildi. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Þá er það staðreynd að ímynd vöru hefur mun meiri áhrif á kauphegðun en við almennt getum ímyndað okkur. Í vaxandi mæli er: uppruni afurða, siðferðileg nálgun og umhverfisvernd farin að hafa áhrif. Áhrif þessi munu einungis aukast á komandi árum og að því ber að huga. Einyrkinn með gogginn er ljósmynd sem helstu netsölufyrirtæki heimsins á ferskum fiski vilja á heimasíður sínar.“

Sjá grein Arnars í heild sinni á vef SFÚ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Guðborg NS 336 Grásleppunet
Þorskur 326 kg
Ýsa 66 kg
Skarkoli 47 kg
Samtals 439 kg
26.4.24 Oddverji SI 76 Grásleppunet
Grásleppa 1.934 kg
Þorskur 146 kg
Ýsa 42 kg
Skarkoli 30 kg
Ufsi 20 kg
Steinbítur 5 kg
Rauðmagi 1 kg
Samtals 2.178 kg
26.4.24 Hrönn NS 50 Grásleppunet
Grásleppa 2.040 kg
Þorskur 49 kg
Skarkoli 11 kg
Steinbítur 5 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 2.108 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Guðborg NS 336 Grásleppunet
Þorskur 326 kg
Ýsa 66 kg
Skarkoli 47 kg
Samtals 439 kg
26.4.24 Oddverji SI 76 Grásleppunet
Grásleppa 1.934 kg
Þorskur 146 kg
Ýsa 42 kg
Skarkoli 30 kg
Ufsi 20 kg
Steinbítur 5 kg
Rauðmagi 1 kg
Samtals 2.178 kg
26.4.24 Hrönn NS 50 Grásleppunet
Grásleppa 2.040 kg
Þorskur 49 kg
Skarkoli 11 kg
Steinbítur 5 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 2.108 kg

Skoða allar landanir »