Alls staðar fiskur og grjótnóg af honum

Birgir Sigurðsson við komuna til Njarðvíkur í gær. Vel hefur ...
Birgir Sigurðsson við komuna til Njarðvíkur í gær. Vel hefur fiskast undanfarið og segir Birgir að mikið af hrygningarfiski sé á ferðinni. mbl.is/RAX

„Það er alls staðar fiskur og grjótnóg af honum,“ sagði Birgir Sigurðsson, skipstjóri á Maron GK 522, undir hádegi í gær. Þeir voru þá að draga netin í Garðsjó norður af Garðskaga, en neta- og færabátar hafa mokfiskað þar síðustu daga.

Á sama tíma hefur heldur dofnað yfir línuveiðum eftir að loðnan gekk fyrir Reykjanesið og fór í efsta sæti á matseðli þorsksins.

„Hér eru færabátar og netabátar í einum haug í blíðuveðri og menn eru að fá svakalega flottan fisk,“ sagði Birgir í Morgunblaðinu í dag.„Loðnan hefur verið að skríða inn fyrir Garðskagaflösina og fiskurinn hefur nóg að éta. Ég er búinn að vera í þessu í 40 ár með marga báta og held að síðustu ár hafi aldrei annar eins bingur af fiski gengið hérna inn á svæðið til hrygningar. Við erum búin að safna svo miklum fiski í gegnum árin að það horfir til vandræða.“

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.3.18 200,54 kr/kg
Þorskur, slægður 19.3.18 237,75 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.3.18 234,52 kr/kg
Ýsa, slægð 19.3.18 198,35 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.3.18 65,63 kr/kg
Ufsi, slægður 19.3.18 63,01 kr/kg
Djúpkarfi 19.3.18 50,00 kr/kg
Gullkarfi 19.3.18 83,15 kr/kg
Litli karfi 14.2.18 18,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.3.18 246,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.3.18 Gugga ÍS-063 Handfæri
Þorskur 552 kg
Samtals 552 kg
19.3.18 Hafsól KÓ-011 Handfæri
Þorskur 1.038 kg
Samtals 1.038 kg
19.3.18 Fagravík GK-161 Handfæri
Þorskur 1.161 kg
Samtals 1.161 kg
19.3.18 Hafdís ÍS-062 Handfæri
Þorskur 430 kg
Samtals 430 kg
19.3.18 Sigfús B ÍS-401 Handfæri
Þorskur 292 kg
Samtals 292 kg
19.3.18 Hringur GK-018 Handfæri
Þorskur 1.676 kg
Samtals 1.676 kg

Skoða allar landanir »